Réttur - 01.01.1954, Page 49
RÉTTUR
49
á. Kjör hans hafa gerbreytzt frá byrjun aldarinnar. Og nú vex
í kjölfar sigranna miklu 1942, upp fyrsta kynslóð æskulýðs á Is-
landi, sem ekki var svelt og líkamlega kyrkt í uppvextinum, enda
fögur og hávaxin.
Og nú hvílir það hlutverk á herðum flokks og hreyfingar al-
þýðunnar að týgja allt þetta fólk, eldri kynslóðina, reynda í hörð-
ustu stéttabaráttu íslenzkrar sögu, ungu kynslóðina, vaska og
vígdjarfa, — týgja alþýðuna alla með vitundinni um vald sitt,
um voldugt og fagurt hlutverk sitt, þroska í starfi og stríði sið-
ferðilegan styrkleik hennar og láta volduga hugsjón sósíalismans
og hvað við liggur, ef eigi er hafið það verk að gera hana að raun-
veruleika, magna svo alþýðuna, máttkva hana og stækka að hún
hefjist hið bráðasta handa að taka stjórnvöl íslands í sínar hendur
til þess að umskapa ættjörð sína í það land allsnægtanna, sem
það getur verið börnum sínum og umskapa um leið sjálfa sig og
þjóðina alla í þá stoltu þjóð, sem leyfir engum hermönnum lánd
sitt til afnota, sem lætur enga yfirstétt kúga sig, — í þá frjálsu
þjóð, sem lýtur ekki losta auðsins né unir því auma hlutskipti
að vera leiksoppur blindra lögmála auðvaldsskipulagsins, heldur
er sjálf sinna örlaga smiður, — í þá göfugu þjóð, sem á grunni
síns dýra þjóðararfs reisir þá menningu hins heiða hugar, sem
engar grýlur þekkir og engar grýlur þarf, þá menningu hjartans,
þar sem samvirk öfl starfandi stétta láta aldagamlan draum fólks-
ins um mannfélag bræðralagsins rætast.
Það er að þessu hlutverki sem Sameiningarflokkur alþýðu —
Sósíalistaflokkurinn, hefur reynt að vinna. Um þetta hlutverk
þurfa allir sósíalistar, allir verkalýðssinnar, allir, sem unna fram-
tíð íslands meir en öllu öðru, að taka höndum saman — og vinna
það verk, er vor bíður.
4