Réttur - 01.01.1954, Side 56
llagnarök nýlendn-
kuguiiariniiar
eftir ÁSMUND SIGURÐSSON
Ræða ílutt á samkomu sósíalista í Aust-
ur-Skaítaíellssýslu að Mánagarði í
Hornaíirði 11. júlí 1954
Það stutta erindi, sem ég hyggst hér flytja, er samið og flutt
í þeim tilgangi einum, að bregða nokkru skýrara ljósi yfir þá
atburði líðandi stundar í heiminum sem efst eru á baugi, heldur
en fáanlegt er af hinum almenna fréttaflutningi útvarps okkar
og blaðakosts. Atburðir, sem gerast jafnvel í fjarlægustu heims-
hlutum hafa meira að segja djúptæk áhrif inn í líf okkar sem
búum í svo afskekktum hluta heims sem Austur-Skaftafellssýslu
að hvert af okkur, sem ekki gerir sér nokkurnveginn rétta grein
fyrir eðli þeirra hlýtur að standa ruglað og ráðvillt og eiga á
hættu að verða leiksoppar í annarra höndum. Eg segi ekki þar
með að neitt ykkar eigi, að trúa því sem ég segi, af því að ég
hafi sagt það hér, en heldur ekki að skoða það sem rangfærzlur
af sömu ástæðu, heldur aðeins að beita eigin skynsemi til að
bera það saman við þær staðreyndir, sem hver og einn hefir
fyrir augum og eyrum svo og þann fréttaflutning sem annars
staðar fæst og láta enga trú, hvorki á manni eða flokki hafa
áhrif á þá skoðun, sem þannig skapast við sjálfstætt mat.
Hinn 18. júní s. 1. færði útvarpið okkur þá frétt að árásar-
styrjöld væri hafin á Vesturhveli jarðar með innrás í ríkið Guate-
mala í Mið-Ameríku. Engin dul hefir verið á það dregin, að
innrásin hafi verið gerð frá nágrannaríkinu Honduras og undir-
búin þar.
Eðlilega notaði Guatamala sér rétt sinn, sem einn af meðlimum
hinna sameinuðu þjóða, sendi kæru til Öryggisráðsins og óskaði
aðstoðar. Öryggisráðið þvældi máhð í nokkra daga og vísaði því
þá frá með fimm atkvæðum móti fjórum. Með frávísuninni greiddu
atkvæði fulltrúar Brasilíu, Tyrklands, Bandaríkjanna og útlaga-