Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 65

Réttur - 01.01.1954, Page 65
RÉTTUR 65 erum kommúnistar, á vissan hátt heiður ger og hann ekki svo lítill. Samt sem áður hefir þessi áróður haft þær skaðvænlegu af- leiðingar, að fjöldi fólks snýst móti þeim, sem það mundi hiklaust snúast með, ef það bara gæti dæmt út frá hinum réttu forsendum. Og jafnframt til að styðja öfl, sem það mundi ekki styðja ef það skildi hlutina rétt. Og enn fremur hafa þess gerzt dæmi að ráðamenn þjóðar, hafa notað þann trúnað er þeim var sýndur til þess að kalla yfir hana alvarlegt hættuástand í skjóli þessa áróðurs. Mætti íslenzka þjóðin hugleiða það atriði rækilega. En þegar maður skilur hver grundvallaratriði þessara mála eru öll, þá skilur maður einnig hversvegna frelsisbarátta nýlenduþjóð- arinnar á Malakkaskaga var í brezku fréttunum kölluð kommún- ismi, en hermdarverk brezka hersins þegar hann lagði þorpin í rústir hetjuverk lýðræðisins. Það voru hetjuverk þess lýðræðis, sem gaf gúmmíekrueigendunum og tinkóngunum brezku frelsi til skefjalauss arðráns á heimaþjóðinni. Þá skilur mauður einnig hvers vegna barátta nýlenduþjóðanna í Kenya og Indókína er einu nafni kölluð kommúnismi, en hermdarverk brezka og franska hersins unnin í nafni lýðræðisins. Og þá skilur maður líka hvers vegna Eisenhower og Dulles lýsa fögnuði sínum fyrir öllum heimi yfir því að með ofbeldi var rekin frá völdum frjálslynd borgaraleg stjórn í Guatemala með þjóðkjörið þing bak við sig, þar sem kommúnistar áttu fjóra þingmenn af 56. Nú þykjast þeir líklega öruggir um að vera lausir við allar tilraunir úr þeirri átt til skerðingar á hagsmunum bandarísku auðhringanna, a. m. k. fyrst um sinn. Blekkingin um Kóreustyrjöldina Það verður tæplega við þetta mál skilizt svo að minnast ekki lítið eitt á þætti Sameinuðu þjóðanna, enda lofaði ég því í upp- hafi. Og þá verður að gera samanburð á viðbrögðum ráðamanna þeirra í þessum tveimur tilfellum, upphafi Kóreustyrjaldarinnar og innrásarinnar í Guatemala. En allra fyrst er vert að svara, þó ekki sé nema lauslega þeirri spurningu. Hvað var Kórea? Kórea er allstór skagi austur úr meginlandi Asíu byggður gamalli mongólskri menningarþjóð, er fyrrum hafði verið sjálfstæð en um alllangt skeið orðið að lúta herveldi Japana, er notuðu landið sem nýlendu, en einnig höfðu bandarísk auðfélög fest þar mikið fé í auðlindum og fyrirtækjum. Enginn hefir borið brigður á það, að Kórverjar séu ein þjóð, og 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.