Réttur - 01.01.1954, Síða 71
Getur lýðræði þróazt í
borgaralegu þjóð-
félagi?
RceíSa flutt af BIRNI ÞORSTEINSSYNI sagnfrœÖingi
Þessi ræða var flutt að Hótel Borg miðvikudaginn 26. jan. 1955
en þar efndi Æskulýðsfylkingin til umræðna um þetta efni og voru
framsögumenn þeir Björn Franzson og Björn Þorsteinsson.
Ég held það hljóti að vera „að bera í bakkafullan læk — að
bæta kirkjusöng með tröllaskræk“ — að fá okkur Einbjörn og
Tvíbjörn til þess að vitna hér um lýðræðisást okkar. Ég verð ekki
var við annað en veröldin sé svo barmafull af lýðræðisást, að
þær Afrodite og Freyja hljóta að vera hamslausar af afbrýðisemi,
þegar þær heyra, hvernig gyðja frelsis, lýðræðis og mannréttinda
hefur fengið alla stjórnmálaskúma í austri, vestri, norðri og suðri
til þess að kyrja sér ástarsöngva í tröllauknum veraldarkór. Lýð-
ræðisástin er orðin svo óstjórnleg, að sameinaðar þjóðir heims
voru, að því er ég bezt veit, komnar vel á veg að drepa niður
„friðelskandi smáþjóð“ að nafni Kórear af einskærri lýðræðis-
ást. Hvað haldið þið, að yrði sagt um óhemjuskapinn í ungu
kynslóðinni, ef hún elskaðist með jafnmiklum ærslum og gaml-
ir og ráðsettir og hálfgeldir herforingjar, stjórnmálamenn og auð-
kýfingar elska lýðræðið? Þá yrði eflayist bið á því, að hér risi
æskulýðshöll, og æruverðir og sómakærir borgarar mundu varla
hætta fjármunum sínum öllu lengur í það fórnfúsa menningar-
starf að reisa þokkasælar knæpur á öðruhverju götuhorni höf-
uðborgarinnar ungdóminum til blessunar. Ég er svo gamaldags,
enda alinn upp í sveit, að mér ofbýður allt þetta lýðræðisástar-
far og get ekki varizt svo saurugum hugrenningum að gruna