Réttur - 01.01.1954, Page 72
72
RÉTTUR
sumar lýðræðishetjurnar um að vera á einskonar ósiðlegum pillu-
túr með sjálfri frelsisgyðjunni.
í Matteusar guðspjalli 7. kap. 15. og 21. versi segir á þessa leið:
„Gætið yðar fyrir falsspámönnum, sem koma til yðar í sauða-
klæðum, en eru hið innra glefsandi vargar. — Ekki mun hver sá,
sem við mig segir: herra, herra — ganga inn í ríki himnanna,
heldur sá, er .gjörir vilja föður míns á himnum“. Það mun eng-
inn efast um, að það er ærið eitt af falsspámönnum í dag meðal
lýðsins, þeir kalla herra, herra, en hafa betra samband við
myrkravöldin en þann, sem okkur var kennt að trúa á í barn-
æsku.
Ég mun vera fenginn hingað til þess' að ræða við ykkur, af
því að störf mín um nokkurra ára skeið gefa mér dálítinn rétt
til þess að hengja titilinn sagnfræðingur aftan við nafn mitt. Af
reynslu fortíðarinnar getum við ráðið í framtíðina, við höfum
ekkert annað við að styðjast. Lífsreynsla kynslóðanna er arfur
okkar, og á sama hátt og persónuleg lífsreynsla okkar gerir okk-
ur færari að mæta því sem að höndum ber, þannig á arfur kyn-
slóðanna að verða þeim leiðarljós í blekkingamoldviðri, sem
satans þjónar þyrla upp.
Vandamál vorra tima og kommúnisminn
N
Vandamál vorra tíma eru einföld, en stórbrotin, þau krefjast
hvorki mikillar sagnfræðiþekkingar né stjórnspeki, en þau krefj-
ast manngildis, drengskapar, dirfsku og trúfesti. Það þarf engan
sagnfræðing til þess að segja, að vígbúnaður endar alltaf með
styrjöld, vígbúnaður er undirbúnaður að styrjöld, en ekki friði.
Það þarf engan stjórnspeking til þess að gefa þá yfirlýsingu, að
stefnur, sem höfða til manngildis og boða sannara og hamingju-
ríkara líf, verði aldrei barðar niður með vopnavaldi, vígbúnaður
og múgmorðstæki eiga ekkert skylt við lýðræði. Hvaða skoðun,
sem við höfum á kommúnisma og stjórnarfari austur í Rúss-
landi, þá komumst við ekki hjá þeirri staðreynd, að framleiðslu-
skipanin á Vesturlöndum er í hlægilegu ósamræmi við fram-
leiðsluöfl þjóðfélagsins. Við vitum, að í jafnauðugu landi og