Réttur - 01.01.1954, Side 77
RÉTTUR
77
á því, að við þurfum að standa alvædd í varnarstríði fyrir það
lýðræði, sem við búum við, síðan mála þeir skrattann á vegginn,
því að við einhvern þarf að berjast, ganga sjálfir af vitinu og
stökkva út um glugga. Allt þetta atferli gefur til kynna, að
forvígismenn kapítalismans séu í raun og veru á móti öllu lýð-
ræði. Við njótum hér á landi t.d. ýmissa réttinda, sem miða að
lýðræði, en við eigum þó drjúgan spöl ófarinn enn til fullkomins
lýðræðis. í stað þess að beita sér fyrir því að búa þjóðina undir
að fara þennan áfanga, reyna þeir að æsa hana og trylla með
upplognum furðusögum um kommúnisma og kommúnista. Á
máli hinna orðvöru, drenglyndu og sannleiksleitandi stjórn-
málamanna, Jóhanns Hafsteins og Bjarna Benediktssonar, heita
menn eins og ég kommúnistar, sem setja þjónustu sína við
pólitískar stefnur ofar skyldunni við opinbera trúnaðarstöðu, og
sem kennari á ég að sá eitri og eyðileggingu í sálir unglinganna,
sem mér er trúað fyrir, og ég stend í þessu þokkalega puði
sökum ástar minnar á Rússum, en fjandskap við vestræna menn-
ingu og kristindóminn. (Sbr. umræður um vantraust á ríkis-
stjórnina í haust og Mbl. 11. nóv. s.l.). Þannig er málflutning-
urinn í örlitlu atriði og hin stillilega ræða skáldsins frá Skriðu-
klaustri, sem aldrei söng harðstjórninni lof, er í líkum anda.
Hver einasti maður, sem lætur sig lýðræði og þróun þess nokkru
skipta, hlýtur að sjá, að slíkur málflutningur er ekki sprottinn af
lýðræðishvötum.
Hvaff er lýffræffi?*
Frá mínum bæjardyrum séð merkir lýffræffi í fyrstu vald
lýffsins, vald fólksins, gagnstætt valdi höfðingja eða alræðis höfð-
ingja eða einstaks manns.
Það merkir raunhæft frelsi lýffsins, frelsi hans til þess að láta
í ljós skoðanir sínar og fjárhagsleg geta til þess, frelsi til þess
að stofna félög og halda fundi ásamt frjálsum umráðum yfir
fundarhúsum og samkomustöðum, frelsi lýffsins til þess aff
Sjá grein Einars Olgeirssonar í Rétti 1. h. 1946.