Réttur - 01.01.1954, Page 99
HÉTTUR
99
harðnar. Vinstri menn flokksins í Reykjavík hafa stofnað
með sér félag, sem þeir kalla Málfundafélag jafnaðarmanna
og gefa út blað, sem þeir kalla Landsýn. 1 bæjarstjórn
Reykjavíkur hefur tekizt samvinna um ýms mál með and-
stöðuflokkum Ihaldsins, og átti Alfreð Gíslason læknir,
fulltrúi Alþýðuflokksins, mikinn þátt í því ásamt sósíal-
istum, að koma því á. Nú hafa hægri menn látið enn til
skarar skríða og var fyrsta áhlaupinu beint gegn Alfreð.
Á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur 20. febrúar bar
formaður flokksins, Haraldur Guðmundsson fram tillögu
þess efnis, að Alfreð skyldi brottrækur úr flokknum, ef
hann hefði ekki fullnægt eftirfarandi skilyrðum fyrir 2.
marz:
1. Lagt fram yfirlýsingu um að hann víki úr bæjarstjórn
Reykjavíkur um eins árs skeið.
2. Sagt sig úr Málfundafélagi jafnaðarmanna og
3. Sagt af sér sem ábyrgðarmaður blaðsins Landsýn,
Tillaga þessi var samþykkt með mjög naumum meiri-
hluta. 118 atkv. gegn 94. Fundinum bárust mótmæli og
aðvaranir gegn ofsóknum og brottrekstrum frá ýmsum
helztu félögum Alþýðuflokksins utan Reykjavíkur.
Fullvíst er að Alfreð Gíslason mun hafa að engu þessa
úrslitakosti.
Barátta fyrir launahækkunum.
Kaupmáttur launanna fer sífellt minkandi. Laun fyrir
8 stunda vinnudag hrökkva orðið skammt til framfærslu
f jölskyldu. Menn bjargast af á þeim stöðum á landinu, þar
sem atvinna er nóg, með því að lengja vinnudag sinn,
þegar þess er kostur, oft upp í 10 stundir á dag og meira.
Það hefur því verið vaxandi hreyfing í verkalýðssam-
tökunum fyrir hækkuðum launum, svo hægt yrði að lifa
mannsæmandi lífi með 8 stunda vinnudegi. 1 vor sögðu
fjölmörg verkalýðsfélög, þar á meðal öll stærstu félögin
upp samningum í því skyni að fá uppsagnarfrestinn stytt-
an, til þess að geta valið tímann til baráttu fyrir bættum