Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 101

Réttur - 01.01.1954, Page 101
RÉTTUR i 101 með því að leggja skipunum allan janúarmánuð, en verk- fall sjómanna skyldi ekki hefjast fyrr en 1. febrúar. Það var ekki fyrr en 17. febrúar að samningar tókust. Það sem samið var um, jafngildir 6—7 aura hækkun á fiskverð- inu miðað við s.l. ár, auk þess sem kauptrygging hækkaði og ýms önnur fríðindi. Sama dag tókust samningar milli matreiðslu- og fram- reiðslumanna og farskipaeigenda. Kaup þeirra hækkaði um allt að 36%. Hafði þá verkfall staðið nærri mánuð. Kröfur opinberra starfsmanna um kauphækkun voru orðnar svo háværar að ríkisstjórnin var knúin til að sinna þeim nokkuð og afgreiddi Alþingi málið áður en því var frestað. En framkvæmdin varð með endemum. Kaup hæst- launuðu starfsmannanna hækkar um 10%, en þeirra lægst launuðu aðeins 3%. Samkvæmt því verður árleg kaup- hækkun hæsta flokksins samkvæmt launalögum yfir 5500 kr., en þess lægsta um 500 kr. eða nálægt 40 kr. á mánuði. Þeir eru því að heita má jafnnær. Nú eru verklýðsfélögin sem óðast að búa sig til baráttu fyrir almennum kjarabótum. 1 ályktun Alþýðusámbands- þings um þessi mál segir svo: „24. þing Alþýðusambands íslands telur að á næstu tím- um verði það höfuðverkefni alþýðusamtakanna að tryggja stórum aukna hlutdeild vinnandi manna í tekjum þjóðar- innar, með það lágmark fyrir augum að átta stunda vinnu- • dagurinn nægi til mannsæmandi framfærslu meðalfjöl- skyldu.“ 19. janúar var haldin ráðstefna með verkalýðsfélögunum í Reykjavík og við Faxaflóa. Á ráðstefnu þessari var sam- þykkt ályktun með öllum greiddum atkvæðum gegn einu þess efnis, að félögin teldu nauðsyn til bera að segja upp samningum fyrir 1. febrúar til að knýja fram kjarabætur, svo að tekjur 8 stunda vinnudags nægðu til mannsæmandi framfærslu meðalfjölskyldu. Til þessarar ráðstefnu var boðað af Alþýðusambandinu og Fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna í Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.