Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 1
RÉTTUR
TÍMARIT U M ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
2. HEFTI . 47. ÁRG. . 1964
Ritstjóri: Eincr Olgeirsson.
Ritnefnd: Ásgeir Bl. Magnússon, Björn Jónsson, Gísli Ásmundsson,
Magnús Kjartansson, Þór Vigfússon.
Stéttareining til varnar lýðræðinu
og til sóknar í lífskjarabarátunni
Þegar þetta er skrifað, í apríllok, eru framundan örlaga-
rík stéttaátök, og munu úrslit þeirra marka það tímabil, sem
í hönd fer.
Það mun á það reyna hvort verkalýður íslands og aðrir
launþegar megna að standa svo saman í stéttabaráttunni,
án tillits til pólitískra skoðana, að hin vinnandi stétt komi
fram sem það vald, sem hún er, og taki að marka þá stefnu
í efnahags- og þjóðmálum, sem samrýmist hagsmunum henn-
ar og þjóðarheildarinnar. Það þarf að vera stefna festunnar
í efnahagsmálum, sem stöðvar óðaverðbólguna og braskið,
-—- knýr fram raunhæfar kauphækkanir, sem ekki er sleppt
út í verðlagið, — skapar þar með það aðhald að atvinnu-
rekstrinum, sem knýr hann í sífellu til framfara: tækni- og
skipulagsbreytinga. Slík festa er þjóðinni lífsnauðsyn, en
a'vinnurekendastétti'i hefur þegar sýnt að hún er ekki fær
um að skapa hana. Það reynir því á hvort verkalýðs- og