Réttur - 01.05.1964, Page 5
Ályktun miðstjómar Sósíalista-
flokksins um efnahagsmál
Aoríl 1964.
Miðstjórn Sósíalistaílokksins hefur rœtt á fundum sínum um það
alvarlega ástand, sem nú er orðið í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Á fundi miðstjórnarinnar þann 24. apríl s.l. var eftirfarandi ályktun
gerð:
Liðin eru rúm fjögur ár síðan núverandi ríkisstjórn tók upp nýja
stefnu í efnahagsmálum. Á þessum tíma hefur gengi krónunnar
verið lækkað tvisvar. Framkvæmd hefur verið mikil vaxtahækkun,
söluskattur stórhækkaður og verzlunarálagning hækkuð verulega.
Verðlagseftirlit hefur verið minnkað mjög frá því sem áður var.
Á þessum tíma hafa orðið meiri verðhækkanir en dæmi eru um áður
á svipuðum tíma.
Afleiðingar þessarar stefnu hafa m. a. orðið þessar: Vísitala vöru-
verðs og þjónustu hefur hœkfcað um 84%, en á sama tíma
hefur almennt kaupgjald verkamanna hœkkað um 55%. Meðalstór
íhúð — 320 rúmmetrar — kostaði samkvœmt byggingavísitölu Hag-
slofunnar í febrúar 1960 kr. 409.280, — ennúí febrúarmánuði 1964
kostaði sams konar íbúð kr. 620.560.00, eða hafði hœkkað sam-
kvæmt byggingarvísitölu um krónur 217.280.00.
Hið almenna söluverð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík er þó all-
miklu hærra en byggingarkostnaður er talinn. Talið er að meðalstór
ibúð í Reykjavík hafi hækkað um kr. 100.000.00 síðustu 5 mán-
uðina.
Þannig brennur sparifé almennings í eldi verðbólgunnar og nú
er svo komið að verðlag breytist til muna frá viku til viku og kjara-
samningar eru aðeins gerðir til fárra mánaða í senn.