Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 6

Réttur - 01.05.1964, Síða 6
70 R É T T U R Gífurlegt verðbólgubrask á sér stað og dregur til sín mikið fjár- magn og truflar eðlilegan atvinnurekstur og nauðsynlegar fram- kvæmdir. A síðast liðnum 4 árurn hefur útlánaaukning bankakerfisins skipzt þannig á milli aðalatvinnuvega þjóðarinnar: Til sjávarútvegs.................... 127,3 millj. kr. Til landbúnaðar .................... 211,1 — — Til iðnaðar ........................ 334,7 — — Til verzlunar....................... 587,9 — — Þannig hefur verzlunin dregið til sín meira fé úr bankakerfinu síðastliðin 4 ár en sjávarútvegur og landbúnaður samanlagt. Við þetta bætist svo að á þessum sama tíma hafa verið tekin stutt vöru- kaupalán erlendis, sem nema um 600 milljónum króna, og hefur innflutningsverzlunin fengið mestan hluta þeirra. Aukning sparifjár hefur farið stórminnkandi að undanförnu. Augljóst er að spariféð gengur í braskið og týnist í dýrtíðarflóðinu. Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefur byggzt á því að láta fjármagnið og gróðann ráða þróun efnahagslífsins. Þá hefur það beinlínis verið stefna ríkisstjórnarinnar að minnka kaupmátt launa og draga úr eftirspurn með því að hækka í sífellu allt verðlag. Þessi dýrtíðarstefna hefur leitt út í það öngþveiti í verðlags- og efnahagsmálum, sem nú er komið. Fullyrðingar um það, að of hátt kaup hafi valdið hinni gífurlegu dýrtíð, eru alger fjarstæða. Staðreyndir sýna svo ekki verður um villzt, að kaupmáttur tíma- kaups verkamanna hejur minnkað, en ekki aukizt á undanförnum 4 árum. Kauphækkanirnar hafa alltaf komið á eftir verðhœ/ckunun- um og verið minni en þœr. Það er dýrtíðarstefnan, sem gert hefur hœkkun kaupsins óhjákvœmilega. Dýrtíðarstefnan er því orsök hins alvarlega ástands, sem skapazt hefur. — Frá þeirri stefnu verður að hverfa og snúa sér á heiðarlegan hátt að stöðvun verðbólgunnar. Undanfarin ár hafa þó verið rnjög hagstæð frá náttúrunnar hendi. Árferði hefur verið gott og uppgripa sjávarafli. Útflutningsvörur þjóðarinnar hafa hækkað í verði ár frá ári síðan 1960. Góð skilyrði hefðu því átt að vera til þess, að kaupmáttur tímakaups verkamanna og kaupmáttur annarra launa hefði aukizt allverulega á þessum tím. Ohj ákvæmilegt er að skipt sé um stefnu í efnahagsmálum og það

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.