Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 7

Réttur - 01.05.1964, Page 7
K E T T U R 71 sem allra fyrst. Það sem Sósíalistaflokkurinn telur að nú sé brýnust þörf að gera eru eftirfarandi samfelldar ráðstafanir: 1) Gera þarf samkomulag við launastéttirnar um réttlátar kjara- bætur vegna dýrtíðarinnar — kjarabætur, sem fái að standa án nýrra verðhækkana. 2) Samið sé um verðtryggingu á kaupi og kauphækkun í áföng- u.m og þannig tryggðir kaupgjaldssamningar til lengri tínia. 3) Reynt sé að ná samkomulagi milli ríkisvalds, atvinnurekenda og launþega um ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna. 4) Samið verði um styttingu vinnudagsins án skerðingar heild- artekna. 5) Tekin verði upp heildarstjórn á þjóðarbúskapnum með áætl- unum til langs tíma, sérstaklega með það fyrir augum að tryggja örugga og fulla atvinnu handa öllurn og að stjórna skynsamlega fjárfestingu landsmanna. Hindruð verði með þessu móti röng fjár- festing og skipuleg stjórn höfð á uppbyggingu atvinnulífsins, sér- staklega með fullvinnslu íslenzkra afurða fyrir augum. 6) Orugg stjórn ríkisins verði tekin upp á innflutnings- og út- flutningsverzlun landsmanna til að tryggja að gjaldeyri þjóðarinnar vcrði varið á sem hagkvæmastan hátt og jafnfraint að beztu mark- aðsmöguleikar séu jafnan nýttir í þágu þjóðarheildarinnar. Núver- andi skipulag markaðsöflunar verði tekið til gagngerðrar endur- skoðunar og komið upp samræmdu, virku markaðsöflunarkerfi. 7) Ráðstafanir til lækkunar á verðlagi verði gerðar m. a. eftir- farandi: a. Tollar séu lækkaðir á nauðsynjavörum. Söluskattur sé felldur niður á þýðingarmiklum nauðsynja- varningi. c. Öflugt verðlagseftirlit sé tekið upp og álagning lækkuð, þar sem hún er óeðlilega há. Efnt sé tii samkeppni milli innflytjenda um innkaup á ýmsum vörum og þeir aðilr.r, sem hagkvæmust innkaup gera, látnir sitja fyrir fjármagni

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.