Réttur


Réttur - 01.05.1964, Side 14

Réttur - 01.05.1964, Side 14
78 R É T T U R Bifreiðin stanzaði snögglega og við fórum út. Við vorum komin að háu steinhúsi, sem almenningur gekk ávallt þögull framhjá og álútur. Það var Petschek-höllin, þjáningarstaður tékkóslóvakisku þjóðarinnar, áður banki, nú aðsetur Gestapó. Nazistarnir þrír slógu hring um mig og drógu mig inn í húsið. I anddyri og dimmum göngum voru Gestapómenn á þönum, en þar stóðu einnig margir grafkyrrir og lágu feitir hundar við fætur þeirra. Mér virtust bæði SS-mennirnir og hundar þeirra glápa á mig saurugum augum, er stungu líkama minn sem eitraðar örvar. Farið var með mig í lyftu upp á eina af efri hæðunum og inn í stórt herbergi fullt af sígarettureyk. Ég var látin setjast á annan bekk að framan. Inni var spennt og þrúgandi þögn, aðeins rofin af og til af hrjúfri og ruddalegri rödd SS-manns eða óeinkennis- klædds Gestapómanns. Fangarnir hreyfðu sig með erfiðismunum, einna líkast því sem þeir væru að forðast hættur er lægju í leyni í lítt gagnsæjum reykjarmekkinum. Allt verkaði óeðlilega, líkast því sem ég sæti í leikhúsi og á sviðinu gerðist hryllilegur sorgarleikur. Á bekknum fyrir framan mig sátu fangarnir samanþjappaðir, einnig á bekknum sem ég sat á. Ég stalst til að líta afturfyrir mig og komst að raun um, að bekkirnir bak við mig voru fullsetnir. Sömuleiðis var setið við borð upp við vegginn hjá fyrirdregnum glugganum, og við vegginn andspænis stóðu nokkrir. í gegnum reykjarsvæl- una grillti í gult skrifborð. Gólfið var lagt Ijósum flísum. Andlit íólksins litu út sem máluð, sum skjannahvít, önnur sítrónugul, nokk- ur voru með dökka skugga undir augunum, enn önnur rauð sem hanakambur. Þá vissi ég ekki að fangarnir kölluðu þetta herbergi „Nr. 400“ og að það var nokkurs konar biðstofa fyrir yfirheyrslur hjá Gestapó. Á skrifstofu Gestapó voru fangarnir pyndaðir og síðan aitur komið með þá hingað, marða og l)arða, og þeir afhentir öðrum Gestapómönnum. Það voru hafðar strangar gætur á þeim, þeim var bannað að hreyfa sig, líta í kringum sig eða tala aukatekið orð. Eftir því sem ég komst næst við fyrstu athugun var þarna enginn sem ég þekkti, og það róaði mig örlítið. Mjög gætilega, svo að verðirnir tækju ekki eftir því, virti ég meðfanga mína fyrir mér, til hliðar og skáhallt fram á við svo langt sem ég gat séð án þess að hreyfa höfuðið. Til hægri sá ég nú andlit með dökka marbletti undir augunum, sem kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Var þetta ekki félagi Jelínek? Ég reyndi að telja mér trú um að mér skjátlað- ist. Ég lokaði augunum, því að ekki þorði ég að bregða hendinni

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.