Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 16
80
R E T T U R
andlitið að því. Hann opnaði og lokaði munninum eins og særður
fugl. Líklega var munnurinn uppþornaður af pyndingum. Ekki var
honum gefinn vatnssopi að drekka. Fæturnir báru hann ekki lengur,
hann féll á gólfið í ómegin ... Gestapómaður náði í fulla könnu
aí vatni og hellti öllu úr henni yfir fangann hálfdauðan á gólfinu,
hölvaði og ýtti við honum með löppinni, en gaf honum ekki að
drekka. Ekki man ég hve oft þetta endurtók sig um nóttina.
Fanginn sem þeir fóru svona með hét Bartonj og vann í Júnkers-
verksmiðjunum. Ég hafði ekki kynnzt honum, og um nóttina vissi
ég ekki deili á honum. Það voru ekki eingöngu pyndingarnar sem
höfðu farið svona illa með hann, heldur einnig meðvitundin um
það að hann átti sök á þessum fjöldahandtökum, en þær stöfuðu
af svikum Vatslavs nokkurs Dvorsaks sem náð hafði trúnaði Bart-
onjs.
Ég sá síðar þennan áttskildingspiltung Dvorsak í „Nr. 400“.
Hann var auðþekktur úr hópnum sem illgresi meðal hveitis. Hann
lék skriðdýrshlutverkið. Þegar hann kom frá „yfirheyrslunum“ sást
ekki á honum minnsti vottur um innri baráttu, þvert á móti var
hann ánægður á svipinn og þurrkaði sér öðru hverju um Júdasar-
munninn með handarbakinu, eins og hann hefði gætt sér á glasi af
hjór. Gestapómennirnir sýndu honum allt að því nærgætni í um-
gengni, enginn rak hann áfram með barsmíð í bakið. Þessi skepna
bar ódrengskaparstimpil svikarans á enninu. Ekki leyfði samvizkan
lionum að horfast í augu við fórnarlömb sín, en þá hefði hann getað
lesið í augum okkar: Mikið ólán, mikið hörmungarólán að við
sáum of seint við þér!
Ég frétti það eftir frelsunina, að þessi óþokki hafi fyrst fengið
1500,00 og síðan 2000,00 krónur á mánuði fyrir glæpastörf sín
og auk þess premíu fyrir „Sonderfalle“.
Þegar félaga Bartonj var orðið ljóst hve afleiðingarnar af laus-
mælgi hans voru hryllilegar, notaði hann tækifærið nokkrum dög-
um síðar til að kasta sér út um glugga á „Nr. 400“. Hann lézt sam-
stundis.
Ég sat á bekknum og hugleiddi hvers vegna Jelínek-fjölskyldan
og Fríd-fjölskyldan væru hér, og hvaða tengsl gætu verið milli þeirra
og mín, þá var hurðinni enn einu sinni skellt á gátt og á þröskuld-
inum stóð — Júlek! Á eftir honum kom hár Gestapómaður, fölur
og með innfallnar kinnar, likastur beinagrind. Hann rak Júlek á
undan sér með kylfuhöggum. Júlek var berfættur og skildi eftir sig
i