Réttur


Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 18

Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 18
82 R É T T U R Við settumst. Mér varð á að krossleggja fæturna. Strax og SS-maður sá þetta réðist hann að mér og sló mig með byssuskepti. Flestir fanganna báru gula sex arma stjörnu til merkis um að þeir væru Gyðingar. Nú fengu SS-mennirnir liðstyrk og hver þeirra valdi sér fanga með gulri stjörnu, barði hann ruddalega og spurði: „Hver ert þú?“ Og fanginn varð að svara: „Ein stinkender Jude.“ Ég leit á armbandsúrið mitt. bað var komið fram yfir hádegi. Enn liðu tvær stundir, þá hóf SS-maður að kalla upp nöfn fanganna, og hinn nafngreindi átti að stökkva á fætur, standa teinréttur, svara „Hier“ og nefna nafn sitt. Ekkert okkar vissi um þessar reglur og okkur voru kenndar þær með barsmíðum. Þar eð SS-maðurinn bar illa fram tékkneskuna stökk margur fanginn á fætur í ótíma, er hann hélt sig kannast við nafnið sitt á þessu hrognamáli, og var fyrir vikið barinn í andlitið þar til blóðið rann. Ef tveir risu upp samtímis var báðum refsað. Loks lauk nafnakallinu og við vorum látin stilla okkur í röð tvö og tvö, um tuttugu talsins, svo kom skipunin: „Áfram!“ Það var farið með okkur að fangabifreið sem stóð í húsasundinu og okkur sagt að flýta okkur inn í hana. Ef einhver var seinn á sér, einkum þeir eldri, ráku SS-mennirnir á eftir með höggum. Yagn- inn fór af stað, inn til okkar gægðist bjartur og sólríkur dagur. Petschek stendur sér, ekki í húsaröð. Ef múrar hússins opnuðust rnyndi heimurinn sjá grimmdaræði nazistanna. Hvers vegna gat sólin haldið braut sína eins og ekkert væri? Hvers vegna faldi hún sig ekki? Hví skalf ekki jörðin? Flvernig gat fólk gengið áhyggju- laust um götur, hlegið og spaugað? Hvernig getið þið fengið ykkur ti). að kaupa blóm? Hvernig getið þið gengið kærulaus framhjá þessum fangavagni? Ég beið þess í ofvæni að eitthvað það hlyti að gerast sem svipti burt þessari martröð, þessu dýrslega grimmdaræði Gestapó. Við héldum sömu leið og ég hafði farið til Júleks fyrir nokkrum vikum. Nú var hann fallinn í hendur Gestapó. Gæti ég aðeins kallað aftur daginn í gær, þó ekki væri nema fáeinar mínútur áður en Júlek fór ti) Jelínek fjölskyldunnar — þá hefði ég getað aðvarað hann. En hvernig átti ég að vita í gær hvað dagurinn í dag bar í skauti sínu. (ERÁ þýdd i úr „Die Sowiet)rau“). i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.