Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 22

Réttur - 01.05.1964, Page 22
o6 R E T T U R verk, sem eru einhvers virði fara út fyrir takmörk gefinna sam- félagsaðstæðna, hic et nunc (hérna og núna), eru á undan sam- tíð sinni, móta manninn tímaskilorðsbundið en gefa honum um leið varanlegan svip. Fólk umbreytinga. Vér erum andvígir exístentíalískum skoðunum um óafturkallan- lega „Condition humaine", eilíf örlög manns í tilveru sinni út af fyrir sig. Vér höfnum einnig lágkúrumarxisma er viðurkennir að- eins gerfinga sem gild þjóðfélagssérkenni og fjallar eingöngu um einstaklinga sem fulltrúa stétta: jarðeigenda, ánauðugra, hrodd- borgara, smáborgara, öreigalýðs. Verkamaðurinn er ekki einber eining í framleiðsluferlinum með stimpil stéttarupprunans á enninu; hann er einnig maður með eigin mótsetningar, maður sem elskar og þjáist, maður sem andar og deyr eins og allir aðrir menn. Ef vér lítum eingöngu á verkamenn sem hetjur vinnunnar og leysum þá undan öllum „smáborgaralegum“ innri árekstrum, svo sem sorgum, efa og vonleysi, og húum til bjartsýna lausn á hverjum vanda, þá erum vér að útmá veruleikann og setja skýrslugerðir í hans stað. Stalín sagði einhvern tíma, að kommúnistar væru steyptir í öðru móti en aðrir menn, væru í raun og veru sérstök manngerð. Vér crum ekki reiðubúnir til að viðurkenna slíka aðgreiningu milli vor, sem erum kommúnistar, og allra annarra manna. Auðvitað verðum vér að leitast við að þroska með oss vitsmuni, hugrekki, samheldni, vinsemd, hjálpsemi og mannúð. En vér ættum ekki að auglýsa þetta sem vora einkaverðleika. Ef meðbræður vorir finna þá í fari voru, þá cr vel farið. Sjálfshól er ekki meðmæli. Oumbreytanlegt fólk er ekki til — fólk, sem hlutur í sjálfum sér. Mennirnir breytast um leið og þeir breyta umhverfi sínu. Það verð- ur ekki dregið í efa að mannlegar þverstæður, vandamál og ógæfa er öllum samfélagsháttum sameiginlegt, enda þótt þær séu undir áhrifavaldi þeirra og mótaðar af þeim. Annars vegar eru það stétta- andstæður, klofningur gamalla og nýrra þjóðfélagshátta, sarnheng- isleysi sögunnar; og hins vegar „órofa“ („continuum") þróun mannkynsins í gegnum alla stéttabaráttu, byltingar, hnignun og upplausn þjóðfélagskerfa. Sérhver stétt, sérhvert samfélag og sérhver öld á sinn þátt í að móta mannkynið og færir framtíðinni þetta sköpunarverk sitt. J’egar hinn sískipreika og þó ávallt vongóði Ódysseifur kom heim

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.