Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 23
K É T T U R
87
tii sín aftur, var þar enginn, sem þekkti liann, nema hundur og
þjónn. Þessi og margir aðrir atburðir gömlu þjóðsagnanna og full-
trúar þeirra í listum og bókmenntum eru jafn áhrifamiklir enn
þann dag í dag sem fyrir þúsund árum, og munu verða það um ó-
l'omnar aldir. Persónugerfingar samfélagsins eru fallvaltir: aristó-
fratar, plebejar, borgarar, öreigar. Hið varanlega, tilgangur og
r.akmark allrar baráttu, er maðurinn, maðurinn almennt. Sköpun-
arverk skálda og listamanna eru ekki að sama skapi tímaskilorðs-
bundin viðbrögð sem spámannlegt framlag, framsýni, útþensla
yfir takmarkanir og uppgötvun á áður óþekktum veruleika. Þannig
eru bókmenntir og listir aðeins að nokkru leyt.i hugmyndafræðileg
)firbygging ákveðinna efnahagslegra þjóðfélagsafstæðna. Með því
að laga í hendi sér atvik líðandi stundar skynja skáldin veruleik
iramtíðarinnar og móta hann. Það skiptir ekki máli, að hve miklu
leyti verk skálda og listamanna eru tímaskilorðsbundin í þjóðfé-
laginu, hve illa þeim tekst að forðast hlutdræg ii, þeir eru útvaldir
fánaberar órofa framvindu mannsins.
Firring1').
í fábrotnum samfélögum og sjálfum sér nógum laga listir og
bókmenntir sig all auðveldlega að kerfinu og auðsk djan’egn, svara
jafnvel meira og minna til samfélagsbyggingarinn rr. Þannig svara
t. d. kviður Hómers til hins forna konungdóms — Less tímabils
jiegar herkonungar voru að rísa upp úr félagshf ildinr.i — dórískir
söngvar til félagshátta aristókrata og dramað til demókratiskra borg-
ríkja Grikkja. I Evrópu miðaldanna nutu mansöngvar trúbadúr-
anna hylli nýrrar stéttar, riddara og lágaðals. Þeir sungu um ridd-
aralífið og jafnframt um lénstímabilið í heild. I metorðastiga góss-
eignakerfisins voru herragarðarnir uppistuðan í listrænni yfirbygg-
ingu. Hver herragarður var heimur úl af fyrir sig, en allir teygðu
þeir sig upp á við í sameiningu eins og pílárar í gotneskri dóm-
kirkju og játuðust skipulaginu sem guðsgjöf. Þó fengu árekstrarn-
ir við hina kúguðu, trúvillinga og uppreistarmenn, við og við list-
ræna túlkun. Og eftir því sem lénsskipulaginu hrakaði og hin nýju
*) Alienation (Entfremdung) hefur verið þýtt í þessu samhengi: firring,
fráhæging, og er hvorugt gott. Til greina kemur einnig: fráhrinding og kuldi.
Eg hef kosið að „umskrifa" þetta í þýSingunni, m. a. „vöntun á samkennd.“
(ÞýS.)