Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 24

Réttur - 01.05.1964, Page 24
88 R E T T U R framleiðsluöfl grófu undan því, bar meira á andstöðunni við ríkj- andi hætti. Það er þess vert að veita því athygli, að öll þjóðfélags- kerfi hafa átt sér málsvara í listum og bókmenntum. Samkenndin með heildinni, tilfinning einstaklingsins fyrir samaðild í stóru sam- félagi, skyggði á allt annað. Þessi samheild sundrast ekki fyrr en í iðnbyltingunni og með sigri kapítalismans. Vöntun á samkennd varð allsráðandi. Einstaklingurinn og þjóðfélagið mættust sem andstæðingar. Með auðvaldsþjóðfélaginu kom fram andstæðan við þetta — margslungin og víxlverkandi framleiðsluöfl, framleiðsluafstæður, listræn viðfangsefni og tjáningartilbrigði. Ennfremur var ósatnþykki rithöfunda og listamanna á broddborgaralegu auðvaldsþjóðfélagi algerlega nýtt atriði. Listamaðurinn var orðinn vöruframleiðandi, „frjáls persónuleiki“, er frá upphafi sýndi auðvaldsheiminum kuldalegt viðmót, var í rómantískri uppreist gegn honum og gagn- rýnni afneitun. Þessi uppreist listamannsins stafaði ekki aðeins af ótta broddborgarans um „vesaldóm" listarinnar eða grunsemdum hans um óþægan loddaraskap listamannsins — kjarni kapítalismans er í mótsögn við kjarna listarinnar. Kapítalísk þyrrking, smásálar- háttur, púrítanismi og hræsni í fjármálum, sömuleiðis óvild þeirra á éstríðum og þjáningum, sem er efniviður listarinnar, var magnað lil hins ítrasta af rómantísku skáldunum sem yfirlýstar mótsetning- ar listamanns og broddborgara. Að lokum var það reynslan af þverr- andi samkennd, efdrsjáin að hinni „töpuðu samheild“, þráin eftir mannlegri veröld, er markaði stöðu listamannsins. Kapítalisminn, broddborgararnir, fundu ekki einn einasta málsvara meðal meiri liáttar listamanna og rithöfunda. Þeir fundust aðeins, og óteljandi, í hópi meðalmennskuaftaníossanna. Mótsagnir afhjúpaðar. Sköpuðir lista og skáldskapar í auðvaldsþjóðfélagi koma flestir i'" miðstéttunum, ekki úr hópi broddborgara eða verkalýðs. Þver- stæður þjóðfélagsins kristallast í smáborgaranum, líf hans er mark- að af tvískiptingu, innri árekstrum og lamandi óvissu. (Orðið smá- borgari er hér ekki notað í niðrandi merkingu, aðeins sem félags- fræðiiegt hugtak.) Þjóðfélagsafstaða hans gerir hann sérstaklega andlega hæfan til að lýsa á listrænan hátt andstæðum þjóðfélagsins, miklum hreyfanleik, sveiflum og breytingum. Hann gerir þetta ejaldan sem áróðursmaður broddborgaranna eða talsmaður verka-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.