Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 27

Réttur - 01.05.1964, Síða 27
U É T T U R 91 ciðstæðum yfir höfuð. Listirnar lifa í andrúmslofli sinnar samtíðar og glíma við vandamál hennar. En það má alls ekki líta á þær sem l.ugmyndafræöilega yfirbyggingu einvörðungu (eins og t. d. iög, stjórnarstofnanir og fyrirmæli.). Þjóðfélagsaðstæður hafa annars vegar margskonar óbein og ílókin áhrif á listamennina. A hinn bóginn eru bein áhrif á listir og bókmenntir frá framleiðsluöflum nútímans og breytingum á um- iiverfinu, sem listamennirnir verða æ meir ábyrgir fyrir. Vér lifum á öld iðnvæðingar, tímum stórborga, hvort sem vér búum í New York eða Moskvu, London eða Tokíó. Hið þúsundalda gamla bænda- þjóðféiag, sem lotið hefur margskonar yfirdrottnun, er að líða undir lok. Víða um heim hafa öflug iðnaðarþjóðfélög leyst það af hóimi. Hinn rígbundni afturhaldsheimur er úr sögunni, heim- ur kyrrstöðunnar. Nú eru það ekki þorpin, það eru stórborg- irnar, sem eru ákvarðandi. Iðnaðarþjóðfélag vorra daga með alla sína tækni og vísindi, manngrúa og hraða, er aflgjafi nýrra strauma, vakninga og reynslu. Nútíma borgarbúi sér, heyrir og hugsar öðru- vísi en maður frá íhaldssamari og hæggengari þjóðfélagsháttum. Nýjungarnar þróast miskunnarlaust þrátt fyrir ólík þjóðfélagskerfi og í andstöðu við hugmyndafræði venjulegrar iífshrynjandi. Hinn fjölmenni hópur listaverkakaupenda sækist fyrst og fremst eftir að komast yfir listaverk dagsins í gær og enn eldri (oft í fátækluðum eða skreyttum útgáfum), en hræringar og óróleiki stórborganna hefur hrifið með sér listamenn nútímans og áhangendur þeirra, gert þá nýjungagjarna og sólgna í æfintýraferðir á ókunnar slóðir. Magnþrungin öld. Um það verður ekki deilt, að nútíma listamaður byggir á erföa- venjum og að hann hefur aðgang að ólíkt stærra forðabúri frá fyrri öldum en nokkur af hans fyrirrennurum. En þörfum hans verð- ur ekki fullnægt með niðursuðu þess sem þegar hefur verið gert eða með dauðahaldi í hefðbundinn og viðurkenndan stíl. Hann er á þönum eftir hinu óhöndlaða, óuppgötvaða og óþekkta. Enginn iistamaður, sem vill láta taka sig alvarlega, neitar þeirri nauðsyn að kunna skil á og læra af erfðavenjunum. En það er ekki sjúkdóms- einkenni um úrkynjaða list að segja skilið við hefðbundnar venjur, þvert á móti er það í samræmi við umrót og breytileik stórfelldrar aldar. Þess háttar uppgjör áttu sér einnig stað í fyrri þjóðfélagsbylt- ingum, það gamla varð að víkja fyrir því nýja. Engin öld hefur

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.