Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 27

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 27
U É T T U R 91 ciðstæðum yfir höfuð. Listirnar lifa í andrúmslofli sinnar samtíðar og glíma við vandamál hennar. En það má alls ekki líta á þær sem l.ugmyndafræöilega yfirbyggingu einvörðungu (eins og t. d. iög, stjórnarstofnanir og fyrirmæli.). Þjóðfélagsaðstæður hafa annars vegar margskonar óbein og ílókin áhrif á listamennina. A hinn bóginn eru bein áhrif á listir og bókmenntir frá framleiðsluöflum nútímans og breytingum á um- iiverfinu, sem listamennirnir verða æ meir ábyrgir fyrir. Vér lifum á öld iðnvæðingar, tímum stórborga, hvort sem vér búum í New York eða Moskvu, London eða Tokíó. Hið þúsundalda gamla bænda- þjóðféiag, sem lotið hefur margskonar yfirdrottnun, er að líða undir lok. Víða um heim hafa öflug iðnaðarþjóðfélög leyst það af hóimi. Hinn rígbundni afturhaldsheimur er úr sögunni, heim- ur kyrrstöðunnar. Nú eru það ekki þorpin, það eru stórborg- irnar, sem eru ákvarðandi. Iðnaðarþjóðfélag vorra daga með alla sína tækni og vísindi, manngrúa og hraða, er aflgjafi nýrra strauma, vakninga og reynslu. Nútíma borgarbúi sér, heyrir og hugsar öðru- vísi en maður frá íhaldssamari og hæggengari þjóðfélagsháttum. Nýjungarnar þróast miskunnarlaust þrátt fyrir ólík þjóðfélagskerfi og í andstöðu við hugmyndafræði venjulegrar iífshrynjandi. Hinn fjölmenni hópur listaverkakaupenda sækist fyrst og fremst eftir að komast yfir listaverk dagsins í gær og enn eldri (oft í fátækluðum eða skreyttum útgáfum), en hræringar og óróleiki stórborganna hefur hrifið með sér listamenn nútímans og áhangendur þeirra, gert þá nýjungagjarna og sólgna í æfintýraferðir á ókunnar slóðir. Magnþrungin öld. Um það verður ekki deilt, að nútíma listamaður byggir á erföa- venjum og að hann hefur aðgang að ólíkt stærra forðabúri frá fyrri öldum en nokkur af hans fyrirrennurum. En þörfum hans verð- ur ekki fullnægt með niðursuðu þess sem þegar hefur verið gert eða með dauðahaldi í hefðbundinn og viðurkenndan stíl. Hann er á þönum eftir hinu óhöndlaða, óuppgötvaða og óþekkta. Enginn iistamaður, sem vill láta taka sig alvarlega, neitar þeirri nauðsyn að kunna skil á og læra af erfðavenjunum. En það er ekki sjúkdóms- einkenni um úrkynjaða list að segja skilið við hefðbundnar venjur, þvert á móti er það í samræmi við umrót og breytileik stórfelldrar aldar. Þess háttar uppgjör áttu sér einnig stað í fyrri þjóðfélagsbylt- ingum, það gamla varð að víkja fyrir því nýja. Engin öld hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.