Réttur


Réttur - 01.05.1964, Side 30

Réttur - 01.05.1964, Side 30
94 R É T T U R semi höfðu tekið við stjórninni. Þetta frelsi listamannsins var stórt spor fram á við, þótt „frjálsi efnahagsmarkaðurinn“ vanskapaði það, þótt listin væri gerð að verzlunarvöru og listamaðurinn ein- angraður. (Þetta er sagt vegna málsvara þeirra þjóðfélagshátta er I^yggja á aðalstign og landeignum). Þetta frelsi var frumskilyrði fyrir nýjum bókmenntum, blómgun í listum og fjölbreytni. Vér eig- um ekki að mótmæla algeru frelsi listamannsins. Það sem vér þurf- um að mótmæla er kyrkingur listarinnar og kúgun í auðvaldsþjóð- iélagi. Það er hlutverk þjóðfélags sósíalismans að finna hina réttu lausn, sameina í eitt samfélagslega ábyrgðarliljinningu og hámarks frumkvœði einstaldingsins. Listamaðurinn má ekki aftur úrkynj- ast í málpípu máttarvalda, eða taka upp hlutverk þess sem fer í öllu eftir óskum vinnuveitandans. Jafnframt því sem hann á að vera sér meðvitandi um skyldur sínar gagnvart hinni sósíalísku heild, á liann að eiga valfrelsi um verkefni og tjáningarhætti. Á úr- slitastundum, þegar brýn nauðsyn krefur, mun enginn rithöfundur eða listamaður með sósíalíska sannfæringu hika við að gerast á- róðursmaður. En að skoða það sem höfuðverkefni væru fjarstæðu- kenndar skorður á takmarkalausum möguleikum listarinnar. Ef rósíalískur listamaður gerist einber talsmaður miðstjórnar flokks- ins, eða útlærður upplýsinga- og áróðursmaður, þá verður útkom- an sú, að hann úrkynjast sem listamaður og verður jafnframt gagns- laus áróðursmaður. Eigi að neyða sósíalíska list til þess að laga sig eftir þeim baráttuaðferðum sem aðstæður krefjast hverju sinni, þá gefur listin upp andann. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hið mikla framlag hennar til samfélagshátta sósíalismans fólgið í því, að hún nær langt út fyrir skýrslugerðir, hagtöflur, leiðara í dagblöðum og flokksályktanir. Hún kveður sér hljóðs um ný við- fangsefni og bregður ljósi á veruleika, sem er mörgum flokksrit- ara hulin. Listir, Ijóð og bókmenntir ejla sósíalískt þjóðjélag með því að fella í eitt hugmyndaauðgi og vitsmuni, ástríður og ábyrgð; en ekki sem dulargerfi fyrir kennisetningar, flokksályktanir eða pólitískar kröfur. Eigi þjóðfélagsköllun listamannsins að ná tilgangi sínum, þá verður hún að koma frá hjartanu, hann verður að hríf- ast með af viðfangsefninu og mótun þess, og formið að svara til innri þarfar. Listir og bókmenntir eru ekki sósíalískar af þeim sök- um einum, að þær verða til í sósíalísku landi, eða af þeim leggi einhvern flokksritarailm, eru auðskildar eða tjáningin hefðbundin. /'ær verða að eiga sér uppruna í sósíalískri sannfæringu.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.