Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 32

Réttur - 01.05.1964, Page 32
EINAR OLGEIRSSON: Heildarskipnlagning nauðsynleg í íslenzkum iðnaði Stjórnleysi í fjórfcstingu sligar iðnaðinn. Boðskapurinn um „frjálsa fjárfestingu“ í iðnaðinum sem einn lið í „frjálsri samkeppni“ og „frjálsri verzlun“ er vitleysa, bæði tæknilega og fjárhagslega. Þetta á sérstaklega við um þann iðnað, sem framleiðir fyrir innlenda markaðinn, — og skal það nú athug- að nánar, en síðan hvað fiskiðnaðinn snertir, sem framleiðir fyrir útlendan markað. Innlendur markaður á íslandi er lítill. Meðalstórar verksmiðjur með fullum afköstum eiga auðvelt með að fylla hann. Það er mikið hagsmunaatriði fyrir þjóðina að þessi innlenda framleiðsla sé ódýr. Það getur hún því aðeins verið að vélar, húsnæði og vinnuafl nýtist sem bezt. En ástandið í fjölmörgum greinum iðnaðar er þannig að það eru alltof margar verksmiðjur í hverri grein, alltof mikið vélamagn, allt of mikið húsnæði, allt of dýr „yfirbygging“ (for- stjórar o. s. frv.) og samanlagt allt of margt fólk. Það verður því ekki full nýting á neinu og framleiðslan því hlutfallslega of dýr og alltaf hækkandi. Það er talað um „hagræðingu“ á hverjum vinnustað, sem felst þá venjulega í því að pína meira vinnuafl út úr verkafólkinu með harðvítugri ákvæðisvinnu. En það sem þarf er hagræðing sjálfs iðnaðarins, heildarskipulagning, raunveruleg „samfærsla“: þannig að ein eða tvær verksmiðjur afkasti öllu, er þær megna og fullnægi markaðnum. Þannig verður það ódýrast. Þetta þýðir alls ekki ,,samfærslu“ Iandfræðilega á einn stað, — þvert á móti væri hægt að skipuleggja skynsamlega dreifingu iðnaðarins, þegar flutnings- kostnaður er hverfandi þáttur í vöruverðinu, en það þýðir „sam- færsla“ véla og framleiðslu í eina eða tvær fullkomnar verksmiðjur í stað margra lítilla og ófullkominna. Tökum nokkur dæmi: Samkvæmt iðnaðarskýrslum 1960 eru 18 súkkulaði- og sælgætis- verksmiðjur í landinu, 14 í Reykjavík og 4 utan Rvíkur. í þeim vinna alls tæp 200 manns. Varla er nokkrum vafa bundið að 1—2

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.