Réttur


Réttur - 01.05.1964, Side 33

Réttur - 01.05.1964, Side 33
R E T T U R 97 verksmiðjur gætu afkastað því sem þessar 18 gera og það með vélum, sem nú eru í tveim til þrem verksmiðjum. Framleiðslu- kostnaður gæti lækkað, vinnulaun hækkað, og forstjórum og eig- endum stórfækkað. — Það er greinilegt að svona smáverksmiðjur, að meðaltali með 10 manns, eru óhagsýnn smárekstur, sem ekki væri fær um að standast samkeppni, ef allt væri með felldu í þjóð- félagi voru. Skógerðir eru 9 á öllu landinu með um 190 manns í vinnu, 8 þar af í Reykjavík. Meðaltal á verksmiðju 20 manns. Hér gegnir sama, reksturinn hjá flestum of smár, enda sumar nú að brotna saman undir þunga erlendrar samkeppni. Því meiri ástæða til að skapa samkeppnisfæra aðstöðu í íslenzkri skóframleiðslu með því að færa framleiðsluna saman. Ætli ein skóverksmiðja í Reykjavík og ein á Akureyri gætu ekki framleitt betur og ódýrar, skipulagt vinnuna skynsamlegar og sparað mikið í húsnæði, sölukostnaði, forstjóralaunum o. s. frv.? Það eru 72 fatagerðir og aðrar verksmiðjur eða verkstæði við framleiðslu á fullunnum vefnaðarvörum í Reykjavík og 18 utan Reykjavíkur. AIls vinna í þessum 90 vinnustöðvum um 800 manns, cða að meðaltali undir 10 í hverri. — Hér er um sama fyrirbrigðið að ræða. Þó gegnir hér öðru máli, þegar beinlínis er um handiðn að ræða, — t. d. klæðskerana, — en þegar um raunverulegar verk- smiðjur er að ræða, þá eru þær yfirleitt of litlar. Þannig mætti lengi rekja. Það þarf að skipuleggja þann iðnað, sem vinnur fyrir innlendan markað. Sumstaðar hafa iðnrekendur fundið þetta sjálfir og gert það, fært framleiðsluna og vélarnar saman, en látið „yfirbygginguna“ haldast. Þannig er t. d. um smjörlíkisgerðirnar í Reykjavík, sem eru að vísu fjórar að nafninu til, en framleiða allt smjörlíkið á einum og sama stað, bara í mis- munandi umbúðum! Sumstaðar er hægt að halda nokkurri samkeppni, þó öll fram- leiðsla sé færð saman í 2 til 3 verksmiðjur. En stundum er það svo með okkar litla innanlandsmarkað að það er ekkert vit í að hafa nema eina verksmiðju. Baráttan um Kassagerðina sýnir það bezt. Og þá getur svo farið að aðeins sé um tvennt að ræða: annaðhvort að framleiðsla slíkrar verksmiðju sé undir mjög ströngu, opinberu gæða- og verðlagseftirliti, — eða hún sé opinber eign. Skynsamlegur rekstur í iðnaði fyrir innlendan markað hlýtur að leiða ýmist til gagngerðrar skipulagningar af hálfu

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.