Réttur


Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 35

Réttur - 01.05.1964, Qupperneq 35
R E T T U R 99 ÓlafsfirSi og Sauðárkrók, — að það leiðir til slæms rekstrar og gjaldþrots að lokum. Fiskiðnaðurinn á öllu íslandi kallar því, þó af ólíkum ástæðum sé, alls staðar á eitt eða annað form þjóðnýtingar: ríkiseign, sam- vinnurekstur eða bæjarrekstur. Stjórnleysi og skipulagsleysi í iðnaðinum, hvort sem hann er fyrir innlendan eða erlendan markað, sligar hann, gerir honum ófært að standa undir nauðsynlegum kauphækkunum, ýtir undir verðbólgu og grefur undan samkeppnishæfni við erlenda aðila. Þetta stjórnleysi hins svokallaða einkaframtaks er löngu úrelt form fyrir atvinnurekstur í nágrannalöndum okkar. Það er fyrir löngu kominn tími til þess, að stíga spor áfram til skipulagningar og til stórreksturs, þar sem hann á við. Skipulags- leysið er fjötur á íslenzkum iðnaði, fjötur sem þarf að höggva, svo iðnaðurinn geti þróast og staðið undir síbatnandi lífskjörum. * Öll þróun tækni og fjármála stefnir í átt til stórreksturs og eins konar „einokunar“. Það er ískyggileg en óviðráðanleg staðreynd. Þessi þróun er studd sterkum rökum vélanna og hagsýni í rekstri. En hvað þá um vald mannanna sjálfra, fjöldans, yfir vélunum, yfir skipulagsbákni vélvædds efnahagskerfis, -—- hvað um lýðræðið, vald lýðsins? Framkvæmd lýðræðisins, valds mannanna yfir vélum og verk- smiðjum, verður að gerast með tvennu móti: Annars vegar á vinnustaðnum — með rekstrarráðum verka- og starfsfólks verksmiðjunnar, er framkvæmi eins konar samstjórn m.eð eigandanum á framleiðslunni og geti þannig einnig haft eftirlit með kostnaði, getu til greiðslu og hækkunar kaups, gróða og sóun og haft áhrif til breytinga. (Sbr. grein Stefáns Jóh. Stefáns- sonar: „Rekstursráð“, í Rétti 10. árg. bls. 36—51). Hins vegar með opinberu eftirliti í samræmi við heildarskipu- lagning og þjóðhagsáætlun, er framkvæmt sé af ríkisvaldi, sem verklýðsstéttin og launþegar hafi úrslitaáhrif á. Bezt næst þetta cðlilega með þjóðnýtingu. „Allar leiðir liggja til Róm“. 011 tækniþróun, allar fjármálasam- steypur, beina þróuninni að lokum einu og sömu leið: til sósíalisma, ef lýðræði á að ríkja, — ef allur auður nútímans á ekki að safnast i hendur einvaldra auðhringa. Sú verður og þróunin hér. En það cru til mörg afbrigði á þeirri leið, vegna sérstöðu íslands. L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.