Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 37

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 37
R É T T U R 101 hefur leit til þess að borgarstjórnirnar hafa verið lagðar niður á þessum stöðum. Stjórnarskráin gerir tyrkneska minnihlutanum á þingi kleift að stöðva hina mikilvægustu löggjöf með neitunarvaldi. Til að mynda eru engin tekjuskattslög á Kýpur, vegna þess að tyrknesku þing- mennirnir, sem eru í minnihluta, greiddu atkvæði gegn þeim. Einnig eru þau ákvæði ólýðræðisleg, sem tryggja tyrkneskum borgurum tvöfalt fleiri opinbera starfsmerm, lögreglumenn og her- menn en þeir eiga rétt á samkvæmt fólksfjölda. Grísku íbúarnir eru ekki fj andsamlegir tyrkneska minnihlutan- um, þeir vilja vinna með honum, viðurkenna og virða jafnrétti minnihlutans og vilja tryggja réttindi hans. En eins og ljóst er af því sem að framan er sagt, eru margar greinar stjórnarskrárinnar þess eðlis að þær tryggja ekki jafnrétti, heldur forréttindi minnihlutans á kostnað meirihlutans. Hönd hcimsvaldasinno. Heimsvaldasinnar tryggðu minnihlutanum þessi forréttindi vit- andi vits til þess að valda stöðugum ágreiningi. Ef stj órnarskráin væri endurbætt á þessu sviði og öðrum myndi ástandið komast í eðlilegt horf og þannig yrði búið í haginn fyrir það að samvinna þessara tveggja samfélaga gæti þróazt báðum í hag og heimsvaldasinnum í óhag. í ágúst 1963 bar Makarios erkibiskup, forseti lýðveldisins, fram einróma kröfur grísku íbúanna, er hann lýsti yfir því að stjórnar- skránni yrði breytt, öryggissáttmálinn numinn úr gildi (en í honum taka Stóra-Bretland, Tyrkland og Grikkland að sér að tryggja sjálfstæði og fullveldi Kýpurs og vernda stjórnarskrána) og þannig búið í haginn fyrir óskorað sjálfstæði og sj álfsákvörðunarrétt Kýp- urbúa. í byrjun desember afhenti Makarios forseti leiðtogum Tyrkja tillögur um endurskoðun á 13 greinum í stjórnarskránni. Breyt- ingartillögurnar fólu það í sér að hætt yrði við aðskilda atkvæða- greiðslu grískra og tyrkneskra þingmanna í fulltrúadeildinni, að komið yrði upp sameiginlegum borgarstjórnum, að menn yrðu valdir í hlutfalli við íbúafjölda til hersins, lögreglunnar og opin- herra starfa, að komið yrði upp sameinlegum dómstólum, sér-gríska þingið yrði lagt niður, og að forseti og varaforseti misstu neitunar- vald sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.