Réttur - 01.05.1964, Page 39
II E T T U R
103
stæðust voru baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfsákvörðunarrétti, sömu
öflin, sem greiddu ævinlega atkvæði gegn réttarkröfum Kýpurbúa
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og sem neyddu að lokum Ziirich-
sáttmálanum upp á Kýpur, hafa nú hug á að villa um fyrir þjóðinni
á nýjan leik og flækja hana að fullu og öliu í net heimsvaldastefn-
unnar.
Ef heimsvaldasinnum tækist að fá Kýpur til að ganga í Atlanz-
hafsbandalagið, myndu vandamál íbúanna að vísu leysast, en and-
»tætt hagsmunum almennings, í þágu heimsvaldastefnunnar.
Það eru ekki heimsvaldasinnar, ekki aðildarríki Atlanzhafsbanda-
lagsins, heldur Sovétríkin, sósíalistísku ríkin og hin nýfrjólsu ríki
Afríku og Asíu, sem styðja kröfur Kýpurbúa um sjálfsákvörðunar-
rétt og óskert þjóðlegt fullveldi og sem standa skilyrðislaust gegn
erlendri íhlutun um innanlandsmál Kýpur.
Hvað er á bak við andkommúnismann?
Andkommúnisminn er eitt af vopnum þeim, sem heimsvaldasinnar
nota í baráttunni gegn Kýpurbúum. „Hætta er á að Kýpur verði ný
Kúba“, „Kommúnistar ná völdum í næstu almennum kosningum“,
„Kommúnistahættan fer vaxandi“, „Erkibiskupinn hefur gert banda-
lag við kommúnista" — undir þvílíkum fyrirsögnum stunda heims-
valdasinnar áróður sinn. Kommúnistagrýlan er mögnuð til að rugla
fólk, sundra því, ónýta endurskoðun stjórnarskrór og samninga,
koma í veg fyrir að landsmenn nái raunverulegum sjálfsákvörðunar-
rétti, gera eyjuna endanlega að kjarnorkuherstöð og einangra lands-
menn frá eðlilegum bandamönnum sínum — sósíalistísku ríkjunum
og löndum Asíu og Afríku.
Bak við reykhjúp andkommúnismans eru heimsvaldasinnar að
styrkja efnahagsleg og pólitísk tök sín á eynni. Að undanförnu
hefur erlent einokunarfjármagn streymt til landsins. The American
Forest Oil Company hefur tryggt sér rétt til olíuleitar og vinnslu
með svipuðum skilmálum og þeim, sem einokunarhringar heims-
valdasinna liafa lengi notið annars staðar í nálægari Austurlöndum.
The British-American Tobacco Co. og Craven A drottna yfir tóbaks-
iðnaðinum á Kýpur. Verið er að koma upp olíuhreinsunarstöð og
áburðarverksmiðju af erlendum auðfélögum. Brezka fyrirtækið The
Fortland Cement Company hefur komið upp sementsverksmiðju.
liandaríska námufélagið KME, sem hefur unnið brennisteinskís á
Kýpur síðan 1925, var komið upp í 66 milljóna sterlingspunda hrein-