Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 41

Réttur - 01.05.1964, Síða 41
R É T T U R 105 Heilbrigð þróunarstefna á sviði iðnaðar og efnahagsmála myndi verða erlendu fjármagni Þrándur í Götu. Fjármagn það sem nauð- synlegt er myndi vera hægt að fá erlendis sem vaxtalág lán; það myndi breytast í fjármagn Kýpurbúa í stað þess að erlent fjármagn hagnist á auðlindum landsins. AKEL og önnur lýðræðisöfl á Kýpur beita sér fyrir slíkri stefnu. Efnahagsbandalag Evrópu og Kýpur. Þegar Bretar áttu í samningum um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu sótti stjórn Kýpurs einnig um aðild. Mikilvægasta röksemdin fyrir aðild var sú að Kýpur yrði að fylgja Bretlandi eftir, þar sem Bretland væri bezti markaðurinn fyrir framleiðsluvörur Kýpurs. Ef við gerðumst aðilar að Efnahags- bandalaginu, sögðu þeir, sem beittu sér fyrir því máli á Kýpur, gætum við selt landbúnaðarvörur okkar á svæði þar sem 200 millj. manna búa og það yrði stuðningur fyrir iðnað okkar. Þegar umsókn Breta um aðild að Efnahagsbandalaginu var hafn- að, var málið einnig tekið út af dagskrá á Kýpur. En ekki verður hjá því komizt að gera sér grein fyrir hinum háskalegu efnahagslegu og pólitísku afleiðingum, sem hlotizt hefðu af aðild að Efnahags- bandalaginu. í fyrsta lagi er Kýpur land, sem enn á eftir að styrkja sjálfstæði sitt og gæti ekki fylgt neinum málum eftir við þau Atlanzhafsbanda- lagsríki, sem eru kjarni Efnahagsbandalagsins. í öðru lagi er Kýpur vanþróað land með frumstæðan landbúnað, þar sem margir búa við árstíðabundið atvinnuleysi en iðnaður og iðja eru á frumstigi. Arið 1960 námu þjóðartekjurnar 52.8 millj. sterlingspunda miðað við verðlag ársins 1950, eða 78.4 milljónum sterlingspunda miðað við verðlag nú. Árið 1959 komu 25.4% þjóð- arteknanna frá landbúnaði; árið 1960 var sambærileg tala 23.3%. Hlutur iðnaðarins var aðeins 13% 1959 og 12.5% 1960. Helztu landbúnaðarvörurnar eru appelsínur, sítrónur, greipaldin, vínber, rúsínur, grænmeti, tóbak, vín og ostar. Aðalmarkaðurinn fyrir þessar vörur er í Bretlandi. Samkvæmt hagskýrslum ársins 1961 nam útflutningur landbúnaðarafurða, drykkjarfanga og tóbaks á því ári 6.581.192 sterlingspundum, en 65% fóru til Bretlands. Sama ár nam útflutningur Kýpurs til Efnahagsbandalagslandanna 5.815.400 sterlingspundum, en meginhluti þess var málmgrýti og ónnur málmefni; en þar sem þær vörutegundir eru tollfrjálsar inn-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.