Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 42

Réttur - 01.05.1964, Page 42
106 R É T T U R an Efnahagsbandalagsins myndi aðild engu breyta um sölu á þeim. Astæðan til þess að Bretar eru aðalkaupandi að landbúnaðarvör- um okkar er ekki aðeins tollfriðindi, sem þeir veita, lieldur umfram allt sú staðreynd að við kaupum frá Bretum þrefalt meira magn af iðnaðarvörum og öðrum vörum en þeir kaupa af okkur. Lausnin á því vandamáli að finna markað fyrir landbúnaðar- vörur Kýpurs er ekki sú að gerast aðili að Efnahagsbandalaginu, lieldur að auka verzlun við öll ríki, og einkum þau, sem vilja kaupa framleiðsluvörur Kýpurs á jafnréttisgrundvelli. Síðustu tvö árin hafa sósíalistísk ríki keypt af okkur vörur fyrir 2 milljónir sterlings- punda, samkvæmt tviþættum verzlunarsamningum. Aðild að Efnahagsbandalaginu yrði ekki aðeins örlagarík fyrir efnahag Kýpurs, heldur myndi hún einnig binda endi á óháða stefnu landsins. l'ess vegna hefur alþýða manna snúizt gegn aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Stcfna flokks okkar. Af því sem að framan greinir er ljóst að Kýpurbúar eiga við erfitt vandamál að etja og eins og áður er tekið fram er ástæðan Zúrich-samningurinn sem skerðir frelsi landsmanna og veldur átökum. Lausn þessara vandamála torveldast einnig af undirróðurs- siarfsemi heimsvaldasinna og erindreka þeirra sem reyna að sundra alþýðu manna og beygja Kýpur undir nýlendustefnu okkar tíma. Heimsvaldastefnan er aðalandstæðingur allra Kýpurbúa, bæði Grikkja og Tyrkja. En þjóðarrembingur tyrknesku leiðtoganna veldur því að þeir neita að viðurkenna Jressa staðreynd, og með f.ramferði sínu aðstoða þeir heimsvaldasinna, ekki Tyrki á eyjunni. Þegar þetta er skrifað er ógnarástand meðal Tyrkja, og margir lyrkneskir lýðræðissinnar og föðurlandsvinir hafa verið drepnir vegna þess að Jreir stóðu gegn heimsvaldaþjónkun tyrknesku leið- toganna. En þrátt fyrir ógnarástandið gera þúsundir tyrkneskra Kýpur- búa sér ljóst að þeir geta aðeins tryggt hag sinn og samlanda sinna með því að berjast við hlið grískra Kýpurbúa gegn hinum sam- eiginlega andstæðingi — heimsvaldastefnunnni. Einnig meðal Grikkja er að finna hermdarverkamenn sem ganga erinda heimsvaldasinna. Mörg dæmi eru um árásir á þá sem berjast fyrir hagsmunum alþýðunnar. Heimsvaldasinnar nota hermdarverkamenn til þess að buga al-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.