Réttur - 01.05.1964, Síða 44
108
R É T T U R
með öllum ráðum aS koma aftur á lögum og reglu og hrinda tyrk-
neskri innrás ef í hana yrSi lagt. Flokkurinn telur einingu allra
Kýpurbúa, jafnt grískra sem tyrkneskra, og hvaS sem stjórnmála-
skoSunum líSur, meginnauSsyn til varnar lýSveldinu.
AKEL leggur áherzlu á þjóSlega hagsmuni Kýpurbúa, jafnrétti
Grikkja og Tyrkja. Flokkur okkar, sem lagSi rétt mat á Ziirich-
samninginn og sá fyrir þá atburSarás sem nú er komin fram, hvetur
til einingar allra Kýpurbúa, grískta og tyrkneskra, í baráttu gegn
sameiginlegum andstæSingi — heimsvaldastefnunni — til þess aS
fullkomna sjálfstæSi Kýpurs. Stefnuskrá sú sem samþykkt var á
tíunda þingi flokksins lagSi áherzlu á nauSsyn þess aS lierstöSvar
heimsvaldasinna á Kýpur yrSu fjarlægSar og aS MiSjarSarhafiS
yrSi kj arnorkuvopnalaust svæSi.
Okkar tímar heimila ekki íhlutun um innanlandsmál annarra
ríkja. Tyrkland hefur ekki frekar en nokkurt annaS land neinn rétt
til íhlutunar urn innanlandsmál Kýpurs og haldi þaS fast viS af-
stöSu sína yrSu afleiSingarnar ennþá háskalegri en þær sem Bret-
land, Frakkland og Israel máttu þola eftir hina glæfralegu árás á
Egyptaland 1956.
í baráttu sinni fyrir endurskoSun samninganna og sjálfsákvörS-
unarrétti Kýpurbúa lætur AKEL ekki efnahagsvandamálin lönd og
leiS, heldur lítur á þau sem snaran þátt í baráttunni fyrir friSi, fyrir
afnámi herstöSva og fullu þjóSlegu sjálfstæSi. Flokkurinn fram-
fylgir víSsýnni og sveigjanlegri þjóSfrelsisstefnu í því skyni aS
sameina þjóSina alla gegn heimsvaldastefnunni. Og aS sjálfsögSu
hatast heimsvaldasinnar viS AKEL; þeir krefjast þess aS jafn
„hættulegur“ flokkur verSi bannaSur.
Asamt AKEL eru margir föSurlandsvinir þeirrar skoSunar aS
samráS og samvinna mismunandi stjórnmálaafla séu nauSsynleg
í þágu hins sameiginlega málstaðar. AKEL er reiSubúinn til um-
ræSna um öll þau mál sem alþýSu varSa og mun fallast á hverjar
þær tillögur sem að gagni mega koma. Flokkur okkar er reiðubúinn
tii samvinnu og sameiginlegra aðgerða á öllum sviðum í þágu
Kýpurbúa og þjóðfrelsisbaráttunnar. Hann mun gera allt sem i
hans valdi stendur til þess aS tryggja endurskoðun á samningunum
og fullt þjóðlegt sjálfstæði.
Með hverjum degi sem líður verða nýlenduherrarnir fyrir nýjum
áföllum. Senn kemur að því að þeir glati völdum sínum endanlega.
Við lifum á tímum alþýðusigra, þeim tímum þegar fegurstu
draumar mannkynsins eru teknir að rætast.