Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 45

Réttur - 01.05.1964, Page 45
Kýpurbúar verða að lifa saman í sátt og samlyndi [Margt hefur gerzt á Kýpur síðan grein sú var skrifuð sem birtist hér að framan. Til skýringar á síðustu atburSum á Kýpur og framtíSarhorfum fer hér á eftir viðtal sem tímaritið Vandamál fritSar og sósíalisma hefur átt við E. Papaioannu, framkvæmdastjóra Framfaraflokks alþýðu á Kýpur (AKEL), og A. Ziartidis, framkvæmdanefndarmann í miðstjórn flokksins.] Spurning: Hvað er að segja um ástandið á Kýpur? Hvað teljið þið nauðsynlegt að gera til þess að tryggja sjálfstæði og fullveldi Kýpurs og friðsamlega samvinnu grískra og tyrkneskra Kýpurbúa? Svar: Sú staðreynd að smáríki eins og Kýpur, með um 580.000 ibúa sem eru Tyrkir að einum fimmta hluta, hefur nú í fjóra mán- uði staðið öruggan vörð um sjálfstæði sitt og fullveldi þrátt fyrir þvinganir, hótanir og vopnavald Atlantshafsbandalagsins og eink- anlega brezk-bandarískra heimsvaldasinna, er staðfesting á þeirri niðurstöðu í ályktun Moskvufundarins 1960 að aðstæður hafa breytzt, að við Iifum á tímum þegar heimsvaldastefnan er þess ekki lengur megnug að neyða vilja sínum upp á fólk. Andstaða Kýpurbúa hefur horið árangur af tveimur ástæðum: önnur er innlend, eining þjóðarinnar; hin er erlend, hinn trausti stuðningur Sovétríkjanna, allra sósíalistísku ríkjanna og friðsamra þjóða um heim allan. Það er almennt viðurkennd staðreynd að í hinni langvinnu baráttu sinni hefur þjóð okkar aldrei verið jafn einhuga og nú. Einhuga barátta gegn heimsvaldastefnunni, í þágu sjálfstæðis, þjóðlegs fullveldis og þjóðarmetnaðar er ófrávíkjanleg regla jafnt meðal almennings sem forustumanna. Agreiningi og ofstæki milli flokka hefur verið bægt frá. Fólk í borgum og sveita- þorpum lætur ekki lengur sundra sér eftir þjóðfélagsafstöðu, stjórn- niálaskoðunum og flokkasjónarmiðum, heldur starfar saman í heimavarnarliðinu, í hjálparsveitunum, safnar fé í sameigin’.ega styrktarsjóði, upprætir hugsanleg ágreiningsefni og kemur í veg fyrir deilur. Flokkur okkar styður ríkisstjórnina í einu og öllu í

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.