Réttur - 01.05.1964, Side 49
R É T T U R
113
kostur að þær hefðu alls ekki verið á eynni, er enginn efi á því að
cryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu verið búnar að koma ó friði
og ró fyrir löngu.
Brezku hersveilirnar skárust í leikinn á Kýpur um jólaleytið
undir því yfirskyni að þær vildu binda endi á blóðsúthellingar. En
í rauninni studdu þær tyrknesku öfgamennina í einu og öllu. At-
bafnir brezku hersveitanna höfðu þann tilgang að koma ó laggirnar
eins konar tyrknesku ríki í því skyni að fá síðar átyllu til að skipta
eynni. Því fer fjarri að þær hafi aðstoðað Kýpurstjórn við að koma
á eðlilegu ástandi, ró og reglu á nýjan leik; þær hafa í staðinn komið
í veg fyrir að lögregla og her eyjarinnar gæli gegnt skyldustörfum
sínum.
Vopnahléssamningur sá sem gerður var í Nikosíu eftir jólaatburð-
ina gerði ráð fyrir því að tyrkneskar og grískar liðssveitir á eynni
hyrfu aftur til herbúða sinna. Grísku 'hersveitirnar uppfylltu þennan
skilmála þegar daginn eflir að samkomulag hafði náðst, en tyrk-
nesku sveitirnar héldu áfram iðju sinni í noröurhluta Nikosíu, og
brezki hershöfðinginn sem stjórnar grísku og tyrknesku sveitunum
hefur ekki enn gefið neina skýringu á þessu sanmingsrofi.
„Græna línan“, en svo nefna Bretar mörkin milli grísku og tyrk-
nesku borgarhlutanna í Nikosíu, er í rauninni notuð til að vernda
öfgamenn og fela glæpi þeirra.
Spurning: Hver er skoðun ykkar á hlutverki því sem hersveitir
Sameinuðu þjóðanna eiga að gegna á Kýpur?
Svar: Kýpur fór ekki fram á það að sent yrði alþjóðalið og þarf
ekki á slíku liði að halda lil þess að tryggja innanlandsöryggi sitt.
Ognunin við Kýpur kemur ekki innan frá heldur utan að. En fyrst
sú hugmynd kom upp að senda lið frá Sameinuðu þjóðunum til
eyjarinnar og jrar sem tyrkneski minnihlutinn á Kýpur taldi dvöl
þessa liðs nauðsynlega fyrir öryggi sitt, féllust Kýpurbúar á þá til-
lögu til þess að sýna tyrkneska þjóðarhrotinu velvilja sinn. En at-
hafnir liðssveita Sameinuðu þjóðanna verða að takmarkast við
jjað að aðstoða stjórnina á Kýpur við að koma á ró og friði á eynni
á nýjan leik. Aðalábyrgöin hvílir á stjórn Kýpurs, eins og lögð er
áherzla á í ályktunum öryggisráðsins. Liðssveitir Sameinuðu þjóð-
anna eiga þannig einvöröungu að vera hjálparsveitir, og brjóti þær
á nokkurn hátt í bága við fullveldisréttindi Kýpurs og verksvið
Kýpurstjórnar niunu þær mæta eindreginni andstöðu Kýpurbúa.