Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 51

Réttur - 01.05.1964, Síða 51
R É T T U R 115 það að vinna að fullnægingu hvers annars þarfa. Sveitirnar láta sjávarsíðunni mjólk í té en fá í staðinn fisk, svo að dæmi sé tekið. Nú er rétt að flækja hlutina ekki allt of mikið fyrir sér á þessu stigi málsins. Látum fisk og mjólk liggja milli hluta, svo og jafn- vægið í byggð landsins. Það dæmi, er „faðir hagfræðinnar“, Adam Smith,*) notar í bók sinni um „auðlegð þjóðanna“ fyrir hartnær 200 árum, er sígilt í einfaldleik sínum. Þar er gert ráð fyrir því, að allar efnahagslegar hræringar þjóðfélagsins gerist hjá þremur per- sónum: slátrara, bruggara og bakara. Og til þess að leiksviðið sé ekki allt of framandi okkar þjóðfélagi, verðum við auðvitað að leyfa þessum handverksmönnum að vera sjálfs sín herrar. Þeir eru prívatmenn, sem vinna fyrir eigin reikning, eins og það heitir á nútímamáli. Bakarinn þarf ekki aðeins brauð til að lifa á heldur og kjöt, og það fær hann frá slátraranum í skiptum fyrir brauð, en bjór fær hann frá bruggaranum í skiptum fyrir brauð. Eins fær slátrarinn bjór í skiptum fyrir kjöt. Það kemur sem sé í ljós, að þessir þrír herramenn framleiða sínar nytsömu vörur ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur og hver fyrir annan. Nytsemi bjórsins t. d. felst ekki aðeins í því að hann slekkur þorsta manna í byggðum óheilnæmra vatnsbóla, heldur og hinu, að hægt er að afla annarra lífsnauðsyn- legra hluta fyrir hann, svo sem kjöts og brauðs. Hér höfum við nútímaþjóðfélagið í hnotskurn, þjóðfélag vöru- íramleiðslu og markaðar. Hvarvetna sjáum við vöruframleiðendur, sem keppast við að framleiða vörur, sem aðrir en þeir sjálfir þurfa raunverulega að nota. I vöruskiptunum kemur fram tvíeðli vörunnar. Nefnilega annars vegar notagildi, sem er sérstakt fyrir hverja vöru og tilefni vöru- skiptanna. Hver vörutegund er sérstök að útliti, gæðum og tilætlun. Bjór er til að drekka við þorsta (eða hvað), en ekki til að hafa tii saðningar sér; kjöt ber að líta á sem undirstöðugóða fæðutegund *) Adam Smith var Skoti, iifði 1723—-1790, lilaut góða menntun og há embætti lærdómslista og stjórnsýslu. Fyrstur manna færðist hann það í fang að lýsa í heild efnahagskerfi hins óhefta kapítalisma. Bæði Smith og hinn næsti merki hagfræðingur Breta, Ricardo (1772—1823), töldu vinnu upp- sprettu auðæfanna, og lögðu þeir þannig óbeinlínis einn af hornsteinum marx- ismans. Því fer þó fjarri, að marxisminn hafi tekið gildiskenningar þeirra óbreyttar, og aldrci komust þeir nálægt því að finna gildisaukalögmálið.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.