Réttur - 01.05.1964, Side 57
R E T T U R
121
íræðilegir, heldur og í mesta máta raunhæfir, svo sem hefur sýnt
sig í stórum hluta heimsins nú um skeið.
Þetta tvennt: þjóðfélagsleg verkaskipting og eignarréttarleg ein-
angrun framleiðendanna eru að vísu skilyrði vöruframleiðslunnar,
en eitt þarf enn að koma til, svo að vöruframleiðslan verði kapítal-
ísk, eða auðvaldsþjóðfélagið sé fullkomnað. Það er að vinnuaflið
vcrði að vöru. Til þess þarf að svipta allan almenning yfirráðum
yfir framleiðslutækjum og þeir þurfa að vera frjálsir, þ. e. sjálfum
sér ráðandi. Hið fyrra gerist m. a. með hinum óskajrlegu fólks-
flutningum úr sveitum í bæi, sem við hérlendis höfum lifað á fyrri
hluta þessarar aldar. Hið síðara er þáttur í hinu marglofaða frelsi
auðvaldsþjóðfélagsins, sem óþarfi er að fjölyrða um.
Arðránið er ekki aðeins rökfræðileg niðurstaða af hugleiðingum
um vinnuna sem hlutkennda og almenna vinnu í grundvelli vöru-
skiptaferils. Arðránið er lifandi staðreynd hvers auðvaldsþjóðfé-
lags. Efnahagslíf þess stjórnast af gróðakapphlaupi þeirra manna,
sem framleiðslutæki og fjármagn eiga, eftirsókn þeirra í gildisauka.
Það má ekki villa sýn, að gildisaukinn tekur á sig ýmsar myndir,
svo sem „hagnaður færður á höfuðstól“, eins og það er orðað í
bókfærslu, vextir, hluthafaarður, ýmiss konar leiga, söfnun í sjóði
o. s. frv. Uppspretta gildisaukans er ætíð hin sama: umframvinna
verkafólks, sú vinna sem atvinnurekendur horga ekki fyrir.
Af þessu leiðir mjög ljóslega, að í kapitalísku þjóðfélagi eru
tvær höfuðstéttir, kapítalistar sem eigendur framleiðslutækja og
annars auðmagns, hins vegar verkafólk, sem ekki á neitt til að lifa
af nema selja vinnuafl sitt. Milli þessara höfuðstétta er hin gapandi
mótsögn arðránsins, því að verkafólk neyðist til að gefa kapítalist-
um gildisaukann til ráðstöfunar. Allar tekjur þjóðfélagsins —
þjóðartekjurnar — eru til orðnar af vöruframleiðandi vinnu verka-
fólksins. Það er verkalýðnum í hag að afnema þær aðstæður, sem
gera fjölmennum hópum fólks kleift að lifa á gildisauka. Við þá
umbytingu þjóðfélagsins sem felst í afnámi þessara aðstæðna, fengi
verkalýðurinn sjálfur full yfirráð yfir ávöxtum vinnu sinnar, bæði
í gildisformi þeirra, þ. e. sem lekjur, og í notagildisformi þeirra,
þ. e. sem þjóðarframleiðslu.
Því hefur þegar verið lýst, hvernig vinna við vöruframleiðslu er
almenns eðlis, framkvæmd í þágu alls þjóðfélagsins. Höfuðmót-
setning kapítalískrar vöruframleiðslu er einmitt þetta, að fram-
ieiðslustörfin eru félagslegs eðlis, unnin í þágu heildarinnar, en