Réttur - 01.05.1964, Síða 60
VIÐSJA
Hagvöxturinn í Sovétríkjunum órið 1963.
Þrátt fyrir erfiðleikana í landbúnaðinum — hinn harða vetur og
sumarþurrkana — voru framfarirnar í þjóðarbúskap Sovétríkjanna
eins miklar og nú skal rekja:
Iðnaðarframleiðslan óx um 8,5% miðað við árið á undan. 700
ný stóriðjufyrirtæki hófu starf sitt á árinu. Þrátt fyrir erfiðleikana
í landbúnaðinum óx heildarframleiðsla þjóðarbúsins um 5% og
alls á síðustu fimm árum um 39%.
1 ýmsurn greinum iðnaðar var vöxturinn mun meiri en meðal-
talið: í efnaiðnaðinum I6r/l, í olíuframleiðslu 11%, í jarðgasi
22%, í vélsmíði og málmvinnslu 13%, í dráttarvélasmíði 13%.
Raunveruleg aukning á tekjum vinnandi stéttanna síðustu fimm
ár var 20%. A einu ári fengu ellefu milljónir manna nýjar íbúðir.
Á síðustu 10 árum hefur iðnaður miðað við hvern íbúa vaxið um
128%, en í Bandaríkjunum um 15%. Sósíalisminn sýnir yfirburði
sína í hagvexti yfir auðvaldsskipulagið. Sovétríkin sækja stöðugt
á og minnka bilið milli sín og Bandaríkjanna, -— hið fyrrum frum-
stæða bændaland nálgast mesta iðnaðarríki heims meir og meir:
1953 var iðnaðarframleiðsla Sovétríkjanna aðeins 33% af iðnaðar-
íramleiðslu Bandaríkjanna, 1957 var hún 47% og 1963 er hún
63%.
Bandarikin dragast aftur úr öðrum auðvaldslöndum.
Stóriðja Bandarikjanna óx mikið á stríðsárunum og fyrst eftir
þau. 1948 var iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna 53.9% af iðnaðar-
Iramleiðslu auðvaldsheimsins. En 1962 var hún aðeins 45,1%.
Á sama tíma hafði iðnaðarframleiðsla Vestur-Evrópu vaxið úr 31%
upp í 34.8%.
Pólland 1980.
Pólland eykur framleiðslu sína í krafti áætlunarbúskapar og ætlar
sér 1980 að hafa margfaldað þá framleiðslu sem hér segir: Þjóðar-