Réttur


Réttur - 01.05.1964, Side 62

Réttur - 01.05.1964, Side 62
126 R É T T U R Svíþjóð 176 millj. doll., Danmörku 115 millj. doll., Noregi 107 millj. doll. og Spáni 85 millj. doll. — 1 Sviss er fjáríestingin 555 miljónir dollara. í Afríku og nálægari Austurlöndum 2452 milljónir dollara, þar af í nálægari Austurlöndum 1206 millj. doll. og í Suður-Afríku 353 inillj. doll. í fjarlægari Austurlöndum og Astralíu 2550 millj. dollara, þar af í Ástralíu 1091 millj. doll., Japan 369 millj. doll. og Filippseyjum 374 millj. dollara. * Það er svo sem skiljanlegt að auðvald Bandaríkjanna þurfi að hafa her sinn víða um heim, til þess að tryggja gróðann af auð- magni sínu! „Voldugir húsbændur, hundar á vörð og hópur af mörkuðum þrælum,“ kvað Þorsteinn Erlingsson í „Við fossinn.“ En það brakar í hlekkjunum um víða veröld. Þjóðir Afríku, Asíu og Ameríku eru farnar að slíta fjötrana. En amerískir auðhringar halda auðsjáanlega að Islendingar séu þægir. Arðránið í gullnámum Suður-Afríku. Námur Suður-Afríku eru auðugustu námur heims að gulli. Þar vinna 420.000 afrískir verkamenn 6000 fet niðri í jörðinni. Vinnulaunin eru 3 shillingar á vakt eða 18 kr. á dag. Eftirvinna ckki borguð. Engin sjúkrahjálp. Ferðakostnað verða þeir sjálfir að borga og þessir verkamenn koma víða að. Aðeins tæpur helmingur er úr Suður-Afríku. Það nálgast að vera beint þrælahald á ýmsum þeirra. Frá Mosambique, nýlendu Portúgala, koma 10.000 verka- menn á ári. Yfirvöldin í Mosambique fá 44 shillinga (264 kr.) fyrir hvern verkamann og binda þá með samningum til langs tíma. Strjúki þeir fyrir þann tíma, er farið með þá sem liðhlaupa. — Verkamenn úr Njassalandi geta með margra ára vinnu komizt upp í 46 sterlingspunda árslaun (5520 kr.), en þegar búið er að draga frá álögurnar, verða aðeins 39% pund eftir. En gróði auðfélaganna, sem námurnar eiga, var 1959 11 milljónir sterlingspunda (13680 milljónir ísl. kr.). Verklýðsfélög og verkföll eru bönnuð, en verkamenn vinna stöð- ugt að því að skapa samtök, halda fundi, þrátt fyrir alla ógnar- stjórn.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.