Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 6

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 6
198 R E T T U R Ég hygg að óhætt sé að fullyrða að helzta sérkenni Marx var óþvingaður, léttur húmor og takmarkalaus samúð, jafnt innan fjöl- skyldunnar sem í umgengni við vini, og jafnvel einnig við almenn kynni. Það er ekki ofmælt að góðvild hans og þolinmæði væri ein- stæð. Ogeðprúðari maður hefði þráfaldlega reiðst illilega af sífelld- um truflunum og stöðugu kvabbi frá allskonar fólki. Agætt dæmi um háttvísi hans og vingjarnlegt viðmót eru viðbrögð landflótta kommúnarða nokkurs — gamals og uppstöggs nöldurseggs -— sem hafði tafið fyrir honum í þrjár drepleiðinlegar klukkustundir. Marx bar loks fyrir sig annríki og hrýn aðkallandi verk og hinn svaraði: „Mon cher Marx, je vous excuse.“®) Eins og viðmót hans var við þennan leiðindapoka þannig var það við alla sem hann áleit leita sín af einlægni, og þeir voru ófáir sem hann fórnaði af sínum dýrmæta tíma og misnotuðu sér hryggi- lega velvild hans. Marx var ávallt vingjarnlegastur allra í viðmóti. Hann hafði undravert lag á því að fá fólk til að segja hug sinn allan og láta það finna að hann hefði áhuga á þess hugðarefnum. Ég heyrði fólk í ólíkustu atvinnu og ýmsum stöðum tala um þennan sérstaka hæfileika hans til að skilja sig og áhugamál sín. Þegar hann hélt að einhver leitaði sín í fullri alvöru átti þolinmæði hans engin takmörk. Þá var engin spurning of lítilfj örleg og engar röksemdir of bamalegar fyrir alvarlegar umræður. Tími hans og víðtæk þekk- ing var ávallt til reiðu þeim sem virtust hafa hug á að læra. * Ef til vill var Marx mest heillandi í umgengni við börn. Börn hafa aldrei átt ánægjulegri leikfélaga. Fyrstu endurminningar mínar um hann eru frá því ég var þriggja ára og „Mohr“ (gamla nafnið kemur rnér ósjálfrátt á tungu) bar mig á háhesti um litla garðinn okkar í Grafton Terrace, tíndi maríuklukkur og setti í brúnar fléttur mínar. Mohr var afbragðs reiðskjóti. Það var fyrir mitt minni, en ég heyrði oft sagt frá því, að systur mínar og litli bróðir „spenntu“ hann fyrir stóla og fóru síðan „á bak“ og létu hann bera sig. — Bróðir minn litli dó rétt eftir að ég fæddist, og foreldrar mínir syrgðu hann til dauðadags .... Ég kaus heldur að hafa Mohr fyrir reiðhest, enda átti ég enga systur á mínu reki. Ég sat á herðum hans, hélt mér í þykkt hár.ið, sem þá var enn svart nema örfá stök grá hár, og fór í mikil ferðalög um litla garðinn og út á engið í nágrenninu — sem nú er komið undir byggingar. ) „Kæri Marx, ég afsaka yður.'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.