Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 40

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 40
232 R É T T U R I hinni nýju stefnuskrá fer auðvitað mikið fyrir málum þjóðar- búskaparins. Þar er skýrt kveðið á um stefnu umbreytingartímans og sjálfsstjórnarkerfið talið það form, sem bezt henti uppbyggingu sósíalismans í landinu. í fyrstu lotu er gert ráð fyrir því, að hinn sósíalíski hluti þjóðarbúsins ráði yfir eigin banka, verzlun og sam- göngutækjum, að hann verði efnahagslegur og pólitískur aflvaki nýs lífs í landinu. Síðan á hann að taka æ stærri hluta og loks all- an þjóðarbúskapinn. A umbreytingartímanum nýtur einkafjár- magnið efnahagslegs öryggis, en má ekki verða Þrándur í Götu eða tefja framgang sósíalismans. Þingið tók það skýrt fram og hiklaust í stefnuskránni, að sósíal- isminn sé lokatakmarkið — afnám arðráns manns af manni, al- menningseign framleiðslutækjanna, samyrkja í landbúnaði almennt, sérhver vinnandi maður fái áður óþekkt tækifæri til almennrar velmegunar og andlegra gæða. Hið nýja ríki verður af nýrri gerð. Vinnandi alþýða verður leiðandi afl þjóðfélagsins, alþýðuráðin verða hin stjórnarfarslega undirstaða, en kjarni þeirra verkalýð- urinn. Ríkið er skilgreint sem tæki til að gera að raunveruleika einingu alsírsku þjóðarinnar, hafa umsjón með auðæfum landsins og til valdbeitingar gegn afturhaldsöflum slórauðmagnsins og öðr- um andbyltingaröflum. Stjórnarhættir eru alþýðulýðveldi, sem koma fram í stjórn ríkisins yfir auðæfum landsins, sjálfsstjórnar- keríinu í þjóðarbúskapnum, alþýðuráðunum, í réttarfarinu og eðlisbreytingu Þjóðfrelsisfylkingarinnar í forustuflokk verkalýðs- ins. Ben Bella forseti orðaði þetta svo: „Nýjan þjóðarbúskap, nýtt ríki, nýjan flokk,“ og þessa skilgreiningu á sósíalismanum: „Rétt- láta dreifingu auðæfanna, jafna dreifingu menningarlegra gæða og völd verkalýðsins.“ * * * Þróunin í Alsír er lærdómsrík fyr.ir sósíalista, hvar sem er í heiminum, og þá, sem hafa áhuga fyrir fræðikenningu sósíalism- ans. Nokkur helztu sérkenni eru þessi: Sjálfsstjórn á atvinnutækjum kom ekki til sögunnar á sama hátt og t. d. í Júgóslavíu, heldur fyrir beint frumkvæði og kröfur verka- manna. Jafnframt var það tekið upp sem aðalrekstrarkerfi umbreyt- ingatímans. 1 stórum dráttum má lýsa því þannig: Æðstu völd hefur aðalfundur þeirra verkamanna, sem v.inna við iðnfyrirtækið, búið eða verzlunarstofnunina. 1 fyrirtækjum með fleiri verkamenn en 30 er kosið framkvæmdaráð með leynilegum kosningum. Þetta ráð kýs svo aftur nefnd, 3 til 11 menn, og formann. Nefndin stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.