Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 28

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 28
220 R É T T U R uðu að skjóta hann umsvifalaust. Loks var hann settur í handjárn og færður í dauflýstan klefa. Þar réðust þrír lögreglumenn á hann og héldu áfram að berja hann miskunnarlaust, aðallega í höfuðið og andlitið. Síðan var honum fleygt á gólfið, og þar var hann bar- inn með gúmsvipum, enn aðallega í höfuð.ið. Einn af þessum fönt- um, sem þóttist vera læknir, sagði við Julian: „Hvort viltu heldur, að ég berji þig sem lögreglumaður eða læknir? Þú mátt vera viss um, að geri ég það læknisfræðilega, ferð þú verr út úr því.“ Það var það síðasta, sem Julian mundi. Þegar hann kom aftur til með- vitundar, var hann í sjúkrahúsi fangelsisins, þar sem gerð hafði verið á honum skurðaðgerð. Frásögn Julians af pyntingunum, sem hann varð að þola, sýnir, að orðrómur sá, sem Franco-yfirvöldin reyndu að útbreiða, að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð, var tilbúningur í því skyni að breiða yfir ódæði böðla lians. Hvernig hefði hann átt að fleygja sér út um glugga, úr því klefinn, þar sem hann var pyntaður, var gluggalaus? Ekkert okkar grunaði, að hann mundi verða tekinn af lífi. Mér er kvöl að hugsa til þess. Eg kysi heldur að tala ekki um það, gleyma því. En ég veit, að þúsundir kvenna hafa liðið sömu þján- ingar og ég líð nú, og sem ein í þeirra hópi veit ég, að ég verð að segja heiminum, hvers vænta má af Franco og stjórn hans og þeirra likum í öðrum löndum. Hvernig finnur maður þrek til að standast svona áfall? Eg býst við, að hver kona í sv.ipuðum kringumstæðum snúist við slíkri íeynslu með sínu móti. Hvað mig snertir, þá fann ég fróun í að hugsa um Julian. Ur því hann hafði megnað að standast pynting- arnar, gat ég þá leyft mér að láta örvæntinguna yfirbuga mig? Og það verð ég að segja: Aldrei nokkra stund hef ég verið látin bera þjáningar mínar ein. Listi hinna föllnu hetja er orðinn alltof langur. Flokkur okkar, önnur lýðræðissamtök og öll alþýðan hafa vakið til dáða skara af hetjum. Það verður að binda endi á einræði Francos, sem hefur lagt svo miklar þjáningar á þjóð vora. Við verðum að berjast fyr- ir afnámi þess í sameinaðri fylkingu allra Spánverja. Fyrir okkur konurnar, sem höfum misst menn okkar, vegna þess að þeir liafa gefið líf sitt í þágu málefnis vors, er það bezta ráðið til að heiðra minningu þeirra að halda áfram baráttu þeirra og gera allt, sem i okkar valdi stendur til að gera að veruleika það takmark, sem þeir börðust og létu lífið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.