Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 62

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 62
254 R É T T U R lendukúgunarinnar og þróunina eftir að sjálfstæðið fékkst. Þrem árum síð- ar var Verkamanna- og bændaflokkur Nigeriu stofnaður, er það sýndi sig hvernig hagsmunir alþýðu rákust á við hagsmuni aðalsmanna, ættarhöfð- ingja og auðmanna. Flokkurinn að- hyllist sósíalismann. Hann beitir sér fyrir því að koma á lýðræðislegu ríki í Nigeriu, sem snúist gegn nýju ný- lendustefnunni og aðalsmönnunum. Reynir flokkurinn að sameina öll rót- tæk öfl til þessarar baráttu. J. Tonner ritar grein út af árásum Bandaríkjahers á Norður-Vietnam. Þá eru og birt eftirmæli eftir Togliatti. Þá koma ýtarlegar frásagnir af lífi og starfi ýmissa flokka verkalýðsins: Avarp frá Kommúnistaflokki Brasilíu, — grein frá kommúnistum Argentínu um hættuna á gagnbyltingartilraun afturhaldsins þar í landi, — frásögn af blaðakosti alþýðu í Tékkóslovakíu. Þá segir Joao Velez, portúgalskur kommúnisti, frá hetjulegri baráttu kommúnistaflokks Portugals á sviði hinnar leynilegu blaðaútgáfu. Grein lians hefst á tilvitnun í orð José Mor- eira (Glasers), sem var af hálfu flokks ins ábyrgur fyrir útbreiðslu flokks- hlaðanna og var skotinn af lögregl- unni, af því hann neitaði að svara spurningum hennar. Tilvitnunin hljóðaði svo: „Leyni- blöðin eru hjarta alþýðubaráttunnar. Og án hjarta getur líkami ekki ]ifað.“ I 33 ár hefur aðalmálgagn flokksins „Avante" komið út á laun, reglulega, og tvöfaldað eintakafjöldann á síð- ustu tveim árum. I sambandi við undirbúning undir 1. maí í Lissabon 1962 og 1963 voru útbreidd flugblöð og ávörp flokksins í meir en milljónar upplagi. Fórnir flokksins í þessari haráttu hafa verið ægilegar: Bento Goncalves, ritari flokksins, var myrtur í Tarrafal-fangabúðunum; José Gregorias var meðlimur fram- kvæmdanefndar flokksins, prentaði lengi vel „Avante" og dó 1961 eftir að hafa unnið sleitulaust í 20 ár við hin erfiðustu skilyrði ólöglegrar bar- áttu; José Moreira var starfsmaður flokksins, er var píndur til bana af leynilögreglunni, sem var að reyna að pynta hann til að segja frá því hvar leyni-prentsmiðjan væri; Maria Machado, starfskona flokksins, var fjórum sinnum handtekin og í síðasta sinn eftir fjögra ára starf við leyni- blöðin og að síðustu sagði hún, er hún horfðist í augu við dauðann: „Mannkynið mun samt sigra. Hvað gerir það þá, þó ég lifi ekki þann sigur.“ — Kommúnistaflokkur Portu- gal samanstendur af slíku alþýðu- fólki, slíkum hetjum. Þó sumir séu kvaldir í fangabúðum og drepnir, þá halda hinir áfram baráttunni og munu sigra. Þá er grein um starf Kommúnista- flokks Indlands eftir Bhagat Rao. Er þar einnig komið inn á þá klofningu, sem átt hefur sér stað í flokknum. Þá er skýrt frá þeim ummælum, sem fram fara í löndum Araba um möguleikann á þróun til sósíalisma þar. Setja marxistar Arabalandanna frain skoðanir sínar á þeim flóknu og merkilegu málum. ]. Tliomas ræðir „Goldwater-hætt- una“ í Bandaríkjunum og nauðsyn- ina á samfylkingu til að sigrast á þessari fasistisku hættu. Þá er grein eftir H. Fagan um þing- kosningarnar í Englandi. Ymsar greinar og tilskrif er að finna undir fyrirsögninni: „Bréf og athugasemdir," um þýzka alþýðulýð- veldið, um bæjarstjórnarmál í Vínar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.