Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 62

Réttur - 01.11.1964, Síða 62
254 R É T T U R lendukúgunarinnar og þróunina eftir að sjálfstæðið fékkst. Þrem árum síð- ar var Verkamanna- og bændaflokkur Nigeriu stofnaður, er það sýndi sig hvernig hagsmunir alþýðu rákust á við hagsmuni aðalsmanna, ættarhöfð- ingja og auðmanna. Flokkurinn að- hyllist sósíalismann. Hann beitir sér fyrir því að koma á lýðræðislegu ríki í Nigeriu, sem snúist gegn nýju ný- lendustefnunni og aðalsmönnunum. Reynir flokkurinn að sameina öll rót- tæk öfl til þessarar baráttu. J. Tonner ritar grein út af árásum Bandaríkjahers á Norður-Vietnam. Þá eru og birt eftirmæli eftir Togliatti. Þá koma ýtarlegar frásagnir af lífi og starfi ýmissa flokka verkalýðsins: Avarp frá Kommúnistaflokki Brasilíu, — grein frá kommúnistum Argentínu um hættuna á gagnbyltingartilraun afturhaldsins þar í landi, — frásögn af blaðakosti alþýðu í Tékkóslovakíu. Þá segir Joao Velez, portúgalskur kommúnisti, frá hetjulegri baráttu kommúnistaflokks Portugals á sviði hinnar leynilegu blaðaútgáfu. Grein lians hefst á tilvitnun í orð José Mor- eira (Glasers), sem var af hálfu flokks ins ábyrgur fyrir útbreiðslu flokks- hlaðanna og var skotinn af lögregl- unni, af því hann neitaði að svara spurningum hennar. Tilvitnunin hljóðaði svo: „Leyni- blöðin eru hjarta alþýðubaráttunnar. Og án hjarta getur líkami ekki ]ifað.“ I 33 ár hefur aðalmálgagn flokksins „Avante" komið út á laun, reglulega, og tvöfaldað eintakafjöldann á síð- ustu tveim árum. I sambandi við undirbúning undir 1. maí í Lissabon 1962 og 1963 voru útbreidd flugblöð og ávörp flokksins í meir en milljónar upplagi. Fórnir flokksins í þessari haráttu hafa verið ægilegar: Bento Goncalves, ritari flokksins, var myrtur í Tarrafal-fangabúðunum; José Gregorias var meðlimur fram- kvæmdanefndar flokksins, prentaði lengi vel „Avante" og dó 1961 eftir að hafa unnið sleitulaust í 20 ár við hin erfiðustu skilyrði ólöglegrar bar- áttu; José Moreira var starfsmaður flokksins, er var píndur til bana af leynilögreglunni, sem var að reyna að pynta hann til að segja frá því hvar leyni-prentsmiðjan væri; Maria Machado, starfskona flokksins, var fjórum sinnum handtekin og í síðasta sinn eftir fjögra ára starf við leyni- blöðin og að síðustu sagði hún, er hún horfðist í augu við dauðann: „Mannkynið mun samt sigra. Hvað gerir það þá, þó ég lifi ekki þann sigur.“ — Kommúnistaflokkur Portu- gal samanstendur af slíku alþýðu- fólki, slíkum hetjum. Þó sumir séu kvaldir í fangabúðum og drepnir, þá halda hinir áfram baráttunni og munu sigra. Þá er grein um starf Kommúnista- flokks Indlands eftir Bhagat Rao. Er þar einnig komið inn á þá klofningu, sem átt hefur sér stað í flokknum. Þá er skýrt frá þeim ummælum, sem fram fara í löndum Araba um möguleikann á þróun til sósíalisma þar. Setja marxistar Arabalandanna frain skoðanir sínar á þeim flóknu og merkilegu málum. ]. Tliomas ræðir „Goldwater-hætt- una“ í Bandaríkjunum og nauðsyn- ina á samfylkingu til að sigrast á þessari fasistisku hættu. Þá er grein eftir H. Fagan um þing- kosningarnar í Englandi. Ymsar greinar og tilskrif er að finna undir fyrirsögninni: „Bréf og athugasemdir," um þýzka alþýðulýð- veldið, um bæjarstjórnarmál í Vínar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.