Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 12

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 12
EINAR OLGEIRSSON: Fésýslustéttin brást sem foringi þjóðar Það var sem „eldmóður" — eða liklega er raunsæjara að segja ,,peningamóður“ — gripi íslenzka fésýslustétt, er hún ákvað að brjóta blað í sögu þjóðarinnar, leiða hana úr villu skriffinnsku og hafta fram (eða máske aftur) til „frelsis einstaklingsins.“ Aðal- postular afturhvarfsins til Bogesens-tímabilsins boðuðu: 1) Afhendingu Fiskiðjuvers ríkisins, Síldarverksmiðja ríkisins, Tunnuverksmiðju ríkisins og bæjarútgerðanna til einkafram- taksins. (Einar ríki í Mbl. 22. 3. 1959.). 2) Afnám uppbóta, niðurgreiðslna og vísitölugreiðslu á kaup — og alfrjálsa verzlun. I fimm ár hefur þjóðin nú haft reynsluna af forystu fésýslustétt- arinnar, af pólitík hennar. Og hver er dómurinn yfir „draumsjónum" þessarrar stéttar, — yfir tilraunum Bogesen-anna til að ganga aftur?® Dómurinn er dauðadómur, sem er því harðari og óvægnari sem sjálfir stjórnarflokkarnir hafa kveðið hann upp í reynd. Ríkisstjórn- in sjálf hefur séð og viðurkennt í verki, að þessi fésýslustétt var ekki fær um að hafa forystu fyrir þjóðinni um efnahagsstefnu. Hvað hefur gerst? 1) Einkaframtakinu hafa ekki verið afhent ríkisfyrirtækin, sem Einar ríki heimtaði. 2) Sjálf einkaframtaks-fyrirtækin urðu að fara fram á uppbæt- ur úr ríkissjóði. Niðurgreiðslurnar eru komnar í fullan gang. Vísitölubannið, sem sett var, er horfið. Og verzlunarfrelsið er tekið að víkja fyrir nauðsynlegri skipulagningu. *) Ég nota hér líkingar, sem ég áður notaði í útvarpsræðu fyrir alþingis- kosningarnar, 20. okt. 1959, og prentuð er í „Rétti“ 1959, bls. 136 undir fyrir- sögninni: „Afturgöngur að verki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.