Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 42

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 42
234 R É T T U K framfarir. 1 Alsír mynda áhangendur sósíalismans og áhangendur fslams handalag — eins og í þjóðfrelsisbaráttunni — þrátt fyrir heimspekilegan skoðanamun og trúarsannfæringu. Það væri hættu- leg villa að láta heimspekideilur. sundra samstöðu byltingarafla. * Utanrikisstefna Alsír er fyrst og freinst miðuð við það að losna sem fyrst algerlega úr klóm heimsvaldasinna. Það þýðir, með öðr- um orðum sagt, að leita einkum halds og trausts hjá öðrum sósíal- ískum ríkjum. Táknrænt dæmi um þessa utanríkisstefnu var för Ben Bella til Sovétríkjanna, og það er verzlunarsamningum Alsír við Sovétríkin að þakka, að nú verður hægt að byggja olíu- og gashreinsunarstöðvar í Alsír, þrátt fyrir andspyrnu frönsku olíu- félaganna. Tvö meginverkefnin út á við eru, annarsvegar að losna við nauðungarsamningana við nýlendukúgarana og hinsvegar að tryggja hagkvæm sambönd við sósíalísku löndin. Þetta á ekki að skapa neina hindrun fyrir eðlilegum viðskiptaböndum eða menn- ingartengslum milli Alsír og Frakklands, eða við önnur auðvalds- lönd. Alsír vill v.insamleg samskipti við allar þjóðir, styður jákvætt hlutleysi, friðsamlega sambúð, berst gegn kjarnorkustyrjöld og fyrir afvopnun. I júlí í ár var boðað til ráðstefnu í Alsír þar sem lögð var áherzla á að Miðjarðarhafslöndin væru kjarnorkuvopnalaust svæði. Veigamesta og nærtækasta verkefnið framundan er að sameina alla sósíalista á grundvelli þeirrar stefnuskrár sem samþykkt var á þingi Þjóðfrelsisfylkingarinnar. Annaðhvort kemst þessi sameining i kring og byltingin sigrar, eða ekkert verður af einingunni eða hún kemur of seint — og byltingin er í hættu. Hvað gæti hindrað slíka einingu? Innanlands eru það leyfar and- kommúnismans sem stjórnað er af gagnbyltingaröflum andvígum sósíalistískri stefnu flokksins og Ben Bella. Einnig stafar hætta af eftirstöðvum allskonar einangrunartilhneiginga og fyrirbrigða. — Erlendis frá eru það heimsvaldasinnar og þeirra erindrekar sem reyna að sporna gegn einingunni. Hinsvegar eru þau öfl sterk sem vinna að einingu, og þau eflast fyrir þá árangra sem þegar hafa náðst í byltingunni. í flokknum eru ciningaröflin yfirgnæfandi og vilji til að framkvæma stefnuskrána. Þjóðfrelsisfylkingin er að endurskapast í forustuflokk verkalýðs- .ins, leiðarhnoð uppbyggingar sósíalismans í Alsír, sem mun minka hættuna á mistökum, gefa sérhverjum flokksfélaga verk að vinna og búa í hendur honum vopnin í daglegri baráttu og starfi. (Endursöj'n og útdráltur úr grein ejlir Bachir Hadj Ali í World Marxist Review. ERA).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.