Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 46

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 46
238 R É T T U R tekið fyrir ákveðin mál sem snerla daglega baráttu okkar (andstöð- una gegn stjórninn.i, gagnrýni á sósíalistaflokkinn, eininguna i verklýðshreyfingunni, verkföll o. s. frv.). Gagnvart þessum atriðum eru rökdeilur Kínverja gersamlega máttlausar og út í hött. Af þessu leiðir að enda þótt áfram sé unnið að undirbúningi alþjóðaráðstefnu má ekki vanrækja pólitísk frumkvæði sem eru til þess fallin að veikja aðstöðu Kínverja og að heppilegasti vettvangur- inn til þess er fólginn í mati á þeim raunverulegu aðstæðum sem við okkur blasa og í starfi að lausn þeirra vandamála sem okkar híða, bæði einstakra þátta hreyfingarinnar, einstakra flokka og hreyfingarinnar í heild. Um útlitið eins og nú hortir Við lítum með vissri svartsýni á horfurnar eins og nú stendur á, bæði á alþjóðavettvangi og í okkar eig.in landi. Astandið er verra nú en við okkur blasti fyrir tveimur-þremur árum. Mesta hættan stafar í dag frá Bandarikjunum. Þar eiga sér nú slað mikil félagsleg átök. Kynþáttadeilur hvítra manna og svartra eru aðeins einn þáttur þessara átaka. Morðið á Kennedy sýndi live langt afturhaldsöflin geta gengið. Það er engan veginn hægt að fortaka að frambjóðandi Repúblikana (Goldwater) sigri í forseta- kosningunum en hann hefur stríð á stefnuskrá sinni og tungutak íasista. Meinið er að ásókn hans þokar öllum bandarískum stjórn- málum í hægriátt, magnar þá tilhneigingu að leita lausnar á and- stæðunum heimafyrir í harðvítugari framkomu gagnvart öðrum þjóðum með samkomulagi við afturhaldsöflin í Vestur-Evrópu. Þess vegna er hið almenna ástand heldur ískyggilegt. 1 Vestur-Evrópu er ástandið miklu margþættara, en sameiginlegt einkenni þess er stöðug efling auðhringavaldsins innan Efnahags- bandalagsins og fyrir tilverknað þess. Síaukin og harðnandi sam- keppni af hálfu Bandaríkjanna flýtir enn fyrir þessari þróun. A þennan hátt styrkist hinn hlutlægi grundvöllur fyrir afturhalds- stefnu, sem miðar að því að afnema eða takmarka lýðræðisréttindi, halda við lýði fasistísku stjórnarfari, setja á laggirnar alræðis- stjórnir, koma í veg fyrir hvers konar ávinninga verkalýðsins og skerða svo um munar lífskjör hans. Á alþjóðavettvangi er hver h.öndin upp á móti annarri. Atlanzbandalagið, sem kom.ið er til ára sinna, er í augljósum og erfiðum kröggum, ekki sízl vegna af- stöðu de Gaulle. En menn skyldu ekki gera sér neinar tálvonir, Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.