Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 56

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 56
VÍÐSJÁ Goldwater — Hitlcr Bandarikjanna? Goldwater var í sumar kosinn forsetaefni Republikanafiokksins. Harðvítugasti auðvaldsflokkur Bandaríkjanna hefur samþykkt slefnuskrá, sem þýðir stríð út á við, harðstjórn inn á við. Goldwater sjálfur er raunverulega fasisti í hugsun, eins og afstaða hans, Gyð- ingsins, gegn jafnrétti negranna sýnir. Það eru að gerast örlagaríkustu atburðir heimssögunnar nú í Bandaríkjunum og nú reynir á hvort þjóðir heims hafa eitthvað lært af tilkomu nazismans í Þýzkalandi fyrir 30 árum og heimsstríði því, er hann olli. En munurinn er bara sá að sá Ilitler-Goldwater, sem hið nýríka auðvald Bandaríkjanna nú einbeitir sér að því að fá sem forseta, hefur vetnissprengjur að vopni, nægar lil útrýmingar öllu mannkyni. Utnefning Goldwaters er afleiðing þess andkommúnisma og yfir- drottnunarstefnu, sem drottnað hefur í Bandaríkjunum. Bandaríska auðvaldið hefur notað „lýðræðið“ til þess að breiða yfir kúgun sína: undirokun og réttleysi verkalýðs og sérslaklega negranna heima fyrir og nýlendukúgunina erlendis: Kongo, Suður-Vietnam, Suður-Ameríku o. s. frv. Þegar það óttast að lýðræðishjúpurinn dugi því ekki lengur til að viðhalda yfirdrottnun og vægðarlausu arðráni, varpar það honum brott og tekur upp opinbera barðstjórn: Það gerði það í Suður-Vietnam, í Kongo, í einræðisbyltingum Suður-Ameríku, — og það hótar nú samsvarandi hernaðaraðgerð- um á heimsmælikvarða: heimsstríði, — fái það ekki sitt fram, — og það býr sig undir að gera morðin í Mississippi að heildarpólitík amerískrar ríkisstjórnar. — Að ætla að loka augunum fyrir þessum staðreyndum er glæpsamlegt. l'ilvera mannkynsins er í veði, ef menn sjá ekki nú. Það þýðir ekki að trúa á nein örlög: „Talið ekki við mig um örlög. Stjórnmálin eru örlögin,“ sagði Napoleon. Og það er rétt. Sá, sem ekki tekur af fullri festu rétta afstöðu í stjórn- málum nú, vinnur að því að stofna lífinu á jörðinni í hættu. Hættumerkin eru mörg og táknræn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.