Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 8

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 8
200 R E T T U R né slátrarann, og varð því alltaf tilneyddur að selja kölska leik- iöngin. Leikföngin lentu svo í hinum furðulegustu æfintýrum, en þau komu að lokum alltaf aftur í leikfangabúð Hans Röckles. Sum þessara æfintýra voru Ijót og hræðileg eins og hjá Hoffmann. Onnur voru gamansöm. En öll voru þau sögð af kyngikrafti, fyndni og gamansemi. Mohr las einnig fyrir okkur. Þannig las liann fyrir mig, eins og hann hafði gert fyrir systur mínar, allan Hómer, Niebeiungen Lied, Don Quixote, Þúsund og eina nótt o. fl. Rit Shakespeares var bók bókanna á heimili okkar, fór sjaldan úr liendi. Þegar ég var sex ára kunni ég marga þætti úr Ieikritum Shakespeares utanað. A sex ára afmæli mínu gaf Mohr mér fyrstu skáldsöguna — hinn ódauðlega „Peter Simple“. Síðan komu margar sögur eftir Marryat og Cooper. Faðir minn las þær allar um leið og ég, og ræddi efni þeirra alvarlega við litlu stúlkuna sína. Þegar litla stúlkan, upp- tendruð af sjóferðasögum Marryats, lýsti því yfir að hún vildi verða „póstskipstjóri“ (hvað svo sem það var) og ráðfærði sig við föður sinn um það, hvort hún gæti ekki „farið í strákaföt“ og „komizt um borð í herskip“, taldi hann víst að það væri hægt, en við mættum ekki segja neinum frá því fyrr en allar áætlanir væru fullgerðar. Áður en að því kom varð Scott uppáhalds rithöfundurinn og litla stúlkan uppgötvaði sér til mikillar skelfingar, að hún væri fjarskyld hinum andstyggilega Campbell ættbálki. Næst kom samsæri um óeirðir í Hálöndum og endurvakning „h.inna fjörutíu og fimm“.*) Eg vil taka fram, að Scott var höfundur sem Marx las aftur og aftur. Hann dáðist að honum og var ekki síður heima í ritum hans en Balzacs eða Fieldings. Þegar hann talaði um bækur þeirra og margra annarra var hann að leiðbeina litlu stúlkunni sinni svo að hún upp- götvaði það bezta og göfugasta í þessum bókum. Hann var að kenna henni að hugsa og skilja upp á eigin spýtur, þótt hún hefði ekki hugmynd um það (og hefði risið upp öndverð ef hún hefði vitað það). Á sama hátt spjallaði þessi „beiski“ og „heiftúðugi“ maður um „pólitík“ og „trúarbrögð“. Ég man greinilega að þegar ég var fimm eða sex ára fékk ég áhyggjur út af trúmálum. Við höfðum farið í rómversk-kaþólska kirkju að hlusta á hina fögru tónlist. Ég trúði auðvitað Mohr fyrir þessum áhyggjum og man hvernig hann með hægð gerði mér allt ljóst og auðskilið, og frá þeirri stundu hefur ) Uppreisn í norðvestur Skotlandi 1745 gegn Karli Eduard, trónbiðli Stúarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.