Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 38

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 38
BACHIR HADJ ALI: Alþýðulýðveldið Algier Alsírska alþýðulýðveldið er ekki fullra tveggja ára að aldri og allar þjóðfélagsbreytingar þar í deiglunni. En á þingi Þjóð- frelsisfylkingarinnar (Front de Liberation Nationale — FLN) í ár var gerð ítarleg skilgreining á þjóðfélagsástandinu, eins og það er nú, og vörðuð leiðin til sósíalískra þjóðfélagshátta. Á fyrsta stigi byltingarinnar í Alsir var Þjóðfrelsisfylkingunni höfuðnauðsyn að takmarka sig við aðalkröfurnar, sjálfstæði lands- ins, burtrekstur nýlendudrottnanna, jarðir til bænda og stofnun lýðveldis. Um þetta tókst að skapa samstöðu stétta, sem annars áttu ekki margt sameiginlegt. Eftir fyrsta sigur byltingar.innar og fengið sjálfsæði, kom skýrt í ljós, að í bráðabirgðaríkisstjórn- inni og röðum Þjóðfrelsisfylkingarinnar kepptu tvær höfuðstefn- ur — málamiðlun og þjóðfélagsbylting — og endurspegluðu stétta- baráttuna. Átökin stóðu um það, hverjir ættu að njóta óvaxta sjálfstæðisins, og þar af leiðandi, hve varanlegt það yrði, og hverskonar efnahagslegt og samfélagslegt innihald það fengi. Það var að þakka byltingarsinnaðri forustu Ben Bella, að henli- stefna og málamiðlun varð að láta í minni pokann. Þrátt fyrir það varð hreyfingin ekki 'heilsteypt, því að enn tók þátt í henni sá hluti borgarastéttarinnar, sem gerði sér vonir um að vaxandi alda bylt- ingarinnar yrði sniðgengin. Sigurinn yfir þeim armi Þjóðfrelsisíylkingarinnar, sem vildi málamiðlun, hafði í för með sér fjöldaburtflutning þeirra Evrópu- manna, er sölsað höfðu undir sig auðæfi landsins. Samtímis óx stéttagreiningin og stéttarmeðvitund Iágstéltanna. Annar mikilvæg- ur áfangi í hinni byltingarsinnuðu barátlu voru þær róðstafanir stjórnar Ben Bella, 18. marz 1963, að þjóðnýta eftirlátnar eignir Evrópumanna, og ákvörðunin um „sjálfsstjórn“á rekstri stórjarða og nokkurra húsbóndalausra iðnfyrirtækja (22. og 28. marz). Ákvörð- unin um sjálfsstjórn var tekin fyrir frumkvæði og þrýsting frá bændum og verkamönnum, sem höfðu þegar tekið í sínar hendur rekstur þessarra eigna og starfrækt þær með hag alþýðu fyrir augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.