Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 38

Réttur - 01.11.1964, Side 38
BACHIR HADJ ALI: Alþýðulýðveldið Algier Alsírska alþýðulýðveldið er ekki fullra tveggja ára að aldri og allar þjóðfélagsbreytingar þar í deiglunni. En á þingi Þjóð- frelsisfylkingarinnar (Front de Liberation Nationale — FLN) í ár var gerð ítarleg skilgreining á þjóðfélagsástandinu, eins og það er nú, og vörðuð leiðin til sósíalískra þjóðfélagshátta. Á fyrsta stigi byltingarinnar í Alsir var Þjóðfrelsisfylkingunni höfuðnauðsyn að takmarka sig við aðalkröfurnar, sjálfstæði lands- ins, burtrekstur nýlendudrottnanna, jarðir til bænda og stofnun lýðveldis. Um þetta tókst að skapa samstöðu stétta, sem annars áttu ekki margt sameiginlegt. Eftir fyrsta sigur byltingar.innar og fengið sjálfsæði, kom skýrt í ljós, að í bráðabirgðaríkisstjórn- inni og röðum Þjóðfrelsisfylkingarinnar kepptu tvær höfuðstefn- ur — málamiðlun og þjóðfélagsbylting — og endurspegluðu stétta- baráttuna. Átökin stóðu um það, hverjir ættu að njóta óvaxta sjálfstæðisins, og þar af leiðandi, hve varanlegt það yrði, og hverskonar efnahagslegt og samfélagslegt innihald það fengi. Það var að þakka byltingarsinnaðri forustu Ben Bella, að henli- stefna og málamiðlun varð að láta í minni pokann. Þrátt fyrir það varð hreyfingin ekki 'heilsteypt, því að enn tók þátt í henni sá hluti borgarastéttarinnar, sem gerði sér vonir um að vaxandi alda bylt- ingarinnar yrði sniðgengin. Sigurinn yfir þeim armi Þjóðfrelsisíylkingarinnar, sem vildi málamiðlun, hafði í för með sér fjöldaburtflutning þeirra Evrópu- manna, er sölsað höfðu undir sig auðæfi landsins. Samtímis óx stéttagreiningin og stéttarmeðvitund Iágstéltanna. Annar mikilvæg- ur áfangi í hinni byltingarsinnuðu barátlu voru þær róðstafanir stjórnar Ben Bella, 18. marz 1963, að þjóðnýta eftirlátnar eignir Evrópumanna, og ákvörðunin um „sjálfsstjórn“á rekstri stórjarða og nokkurra húsbóndalausra iðnfyrirtækja (22. og 28. marz). Ákvörð- unin um sjálfsstjórn var tekin fyrir frumkvæði og þrýsting frá bændum og verkamönnum, sem höfðu þegar tekið í sínar hendur rekstur þessarra eigna og starfrækt þær með hag alþýðu fyrir augum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.