Réttur


Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 15

Réttur - 01.11.1964, Blaðsíða 15
R E T T U R 207 og dýrtíð niður í 83 stig, stórminnkuðu íbúðarhúsabyggingar, keyptu engan togara í 7 ár en 5000 bíla og stjórnuðu af slíkri skamm- sýni og ranglæti að alþýða manna reis upp og batt endi á óviturlega og illa efnahagsstefnu þeirra með 6 v.ikna sigursælu verkfalli árið 1955. Islenzk fésýslustétt hefur aldrei kunnað fótum sínum forráð. Hún hefur ýmist orðið fyrir barðinu á imperialisma erlends auðvalds, sem hún hefur ekki haft manndáð til að rísa gegn, eða brotnað sam- an undir áföllum kreppna auðvaldsskipulagsins. Það er fyrst og fremst þegar verklýðshreyfingin og Sósíalistaflokkurinn hafa með stórhug og víðsýni mótað stefnuna, að þjóð.inni hefur eínahagslega fleygt fram. Togurunum, sem íslenzk borgarastétt eignaðist í „æsku“ sinni, í upphafi aldarinnar, var rænt af henni með valdboði ensk-franska auðvaldsins 1916. Kreppan 1921 veitti henni áföllin, er liún var að byrja að ná sér. Vitlaus pólitík verzlunarauðvaldsins 1925 stöðvaði þróun togaraflotans. Heimskreppan 1930 leiddi hnignun yfir allt efnahagslífið, sem varð enn þungbærari fyrir efnahagslegar harð- stjórnaraðgerðir enska auðvaldsins — og eymdarástandið varaði áratug. Verklýðshreyfingin og Sósíalistaflokkurinn lagði hinsvegar grund- völlinn að hinu bjargálna, efnahagslega sjálfstæða Islandi núlímans með nýsköpun atvinnulífsins 1944—46. H.inn raunsærri hluti borg- arastéttarinnar tók þá höndum saman við verklýðsstéttina, en þursar verzlunarauðvaldsins í tveim flokkum urðu að pólitískum náttröll- um gagnvart hinni nýju þróun. Það var ógæfa Islands að verzlunarauðvaldið skuli nú tvisvar uin langt tímabil, fyrst 1950—56 og síðan 1959—64, hafa fengið að- stöðu og vald til þess að ræna almenning vægðarlaust og tefla efna- hagslegu sjálfstæði Islands í voða. Slíkt má ekki koma fyrir aftur. Verkalýðs- og starfsmannastéttir Islands þurfa að rísa upp og binda endi á slíkan ófögnuð. Aflurgönguævintýr.i fésýslustéttarinnar á að vera lokið. Verklýðs- og starfsmannastéttirnar eiga að taka höndum saraan við öll heilbrigð öfl i borgara- og bændastétt, til þess að tryggja vinnandi stéttum íslands stórfelldar lífskjarabætur eflir margra ára kúgun og rangsleitni og til þess að efla efnahagslegt sjálfstæði þjóðar vorrar með stórfelldum framförum í atvinnulíf- ,inu, eins og fullvinnslu íslenzkra síldarafurða o. fl. Sósíalistaflokkurinn vísar nú leiðina sem fyrr. 011 heilbrigð og þjóðleg öfl eiga að geta sameinasl uin að tryggja að öll atvinnutæki og auðlindir Islands verði áfram í eigu Islend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.