Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 46

Réttur - 01.11.1964, Page 46
238 R É T T U R tekið fyrir ákveðin mál sem snerla daglega baráttu okkar (andstöð- una gegn stjórninn.i, gagnrýni á sósíalistaflokkinn, eininguna i verklýðshreyfingunni, verkföll o. s. frv.). Gagnvart þessum atriðum eru rökdeilur Kínverja gersamlega máttlausar og út í hött. Af þessu leiðir að enda þótt áfram sé unnið að undirbúningi alþjóðaráðstefnu má ekki vanrækja pólitísk frumkvæði sem eru til þess fallin að veikja aðstöðu Kínverja og að heppilegasti vettvangur- inn til þess er fólginn í mati á þeim raunverulegu aðstæðum sem við okkur blasa og í starfi að lausn þeirra vandamála sem okkar híða, bæði einstakra þátta hreyfingarinnar, einstakra flokka og hreyfingarinnar í heild. Um útlitið eins og nú hortir Við lítum með vissri svartsýni á horfurnar eins og nú stendur á, bæði á alþjóðavettvangi og í okkar eig.in landi. Astandið er verra nú en við okkur blasti fyrir tveimur-þremur árum. Mesta hættan stafar í dag frá Bandarikjunum. Þar eiga sér nú slað mikil félagsleg átök. Kynþáttadeilur hvítra manna og svartra eru aðeins einn þáttur þessara átaka. Morðið á Kennedy sýndi live langt afturhaldsöflin geta gengið. Það er engan veginn hægt að fortaka að frambjóðandi Repúblikana (Goldwater) sigri í forseta- kosningunum en hann hefur stríð á stefnuskrá sinni og tungutak íasista. Meinið er að ásókn hans þokar öllum bandarískum stjórn- málum í hægriátt, magnar þá tilhneigingu að leita lausnar á and- stæðunum heimafyrir í harðvítugari framkomu gagnvart öðrum þjóðum með samkomulagi við afturhaldsöflin í Vestur-Evrópu. Þess vegna er hið almenna ástand heldur ískyggilegt. 1 Vestur-Evrópu er ástandið miklu margþættara, en sameiginlegt einkenni þess er stöðug efling auðhringavaldsins innan Efnahags- bandalagsins og fyrir tilverknað þess. Síaukin og harðnandi sam- keppni af hálfu Bandaríkjanna flýtir enn fyrir þessari þróun. A þennan hátt styrkist hinn hlutlægi grundvöllur fyrir afturhalds- stefnu, sem miðar að því að afnema eða takmarka lýðræðisréttindi, halda við lýði fasistísku stjórnarfari, setja á laggirnar alræðis- stjórnir, koma í veg fyrir hvers konar ávinninga verkalýðsins og skerða svo um munar lífskjör hans. Á alþjóðavettvangi er hver h.öndin upp á móti annarri. Atlanzbandalagið, sem kom.ið er til ára sinna, er í augljósum og erfiðum kröggum, ekki sízl vegna af- stöðu de Gaulle. En menn skyldu ekki gera sér neinar tálvonir, Það

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.