Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 12

Réttur - 01.11.1964, Page 12
EINAR OLGEIRSSON: Fésýslustéttin brást sem foringi þjóðar Það var sem „eldmóður" — eða liklega er raunsæjara að segja ,,peningamóður“ — gripi íslenzka fésýslustétt, er hún ákvað að brjóta blað í sögu þjóðarinnar, leiða hana úr villu skriffinnsku og hafta fram (eða máske aftur) til „frelsis einstaklingsins.“ Aðal- postular afturhvarfsins til Bogesens-tímabilsins boðuðu: 1) Afhendingu Fiskiðjuvers ríkisins, Síldarverksmiðja ríkisins, Tunnuverksmiðju ríkisins og bæjarútgerðanna til einkafram- taksins. (Einar ríki í Mbl. 22. 3. 1959.). 2) Afnám uppbóta, niðurgreiðslna og vísitölugreiðslu á kaup — og alfrjálsa verzlun. I fimm ár hefur þjóðin nú haft reynsluna af forystu fésýslustétt- arinnar, af pólitík hennar. Og hver er dómurinn yfir „draumsjónum" þessarrar stéttar, — yfir tilraunum Bogesen-anna til að ganga aftur?® Dómurinn er dauðadómur, sem er því harðari og óvægnari sem sjálfir stjórnarflokkarnir hafa kveðið hann upp í reynd. Ríkisstjórn- in sjálf hefur séð og viðurkennt í verki, að þessi fésýslustétt var ekki fær um að hafa forystu fyrir þjóðinni um efnahagsstefnu. Hvað hefur gerst? 1) Einkaframtakinu hafa ekki verið afhent ríkisfyrirtækin, sem Einar ríki heimtaði. 2) Sjálf einkaframtaks-fyrirtækin urðu að fara fram á uppbæt- ur úr ríkissjóði. Niðurgreiðslurnar eru komnar í fullan gang. Vísitölubannið, sem sett var, er horfið. Og verzlunarfrelsið er tekið að víkja fyrir nauðsynlegri skipulagningu. *) Ég nota hér líkingar, sem ég áður notaði í útvarpsræðu fyrir alþingis- kosningarnar, 20. okt. 1959, og prentuð er í „Rétti“ 1959, bls. 136 undir fyrir- sögninni: „Afturgöngur að verki.“

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.